Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 FRÉTTIR Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt að blóðtaka úr fylfullum hryssum skuli falla undir reglugerð um vernd dýra sem notuð er í vísinda- skyni, nr. 460/2017, og er innleiðing á samnefndri Evrópureglugerð. Sérstök reglugerð sem sett var um blóðtöku í hryssum á síðasta ári, nr. 900/2022, verður felld úr gildi frá og með 1. nóvember nk. Eftirlitsstofnun EFTA metur það svo að blóðtaka úr hryssum sé vísindaleg starfsemi og því samræmist það ekki gildandi EES samningi að hún sé framkvæmd á öðrum grundvelli. Reglugerð um vernd dýra Í reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni er kveðið á um að m.a. skuli stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni, stuðla skuli að velferð og virðingu fyrir dýrum sem notuð eru í slíkum tilgangi, og að tryggja að dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi séu ekki látin sæta óþarfa álagi. Íslensk stjórnvöld höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekki í vísindaskyni, heldur framleiðsluskyni, og félli því ekki undir framangreinda reglugerð. Því var sett sérstök íslensk reglugerð, nr. 900/2022, um blóðtöku í hryssum. Þar er kveðið á um að tryggja skuli velferð og heilbrigði allra hryssna sem nýttar eru í blóðtöku, folalda þeirra og stóðhesta sem notaðir eru til fyljunar þeirra, það verði gert með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Leitast skal við að hrossin geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Formkröfur breytast Sigríður Björnsdóttir, sérgreina- dýralæknir hrossa hjá Matvæla- stofnun, útskýrir að reglugerð nr. 900/2022, sem nú fellur úr gildi, hafi tekið á þeim frávikum sem komið hafa fram í starfseminni. Reglugerðin hafi verið sett með þarfir hrossa, í þessari tilteknu starfsemi, að leiðarljósi. „Ég tel að það hafi verið framför þegar hún var sett og mun sakna hennar. En það er líka hægt að tryggja velferð hryssnanna á grundvelli reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í tilraunaskyni,“ segir Sigríður. Í tilkynningu frá matvælaráðu- neytinu er greint frá því að þessar breytingar feli í sér að formkröfur til ákveðinna þátta starfseminnar munu breytast, til dæmis varðandi starfsleyfi sem Matvælastofnun annast. Í reglugerðinni er tekið fram að allir ræktendur, birgjar og notendur skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun og vera skráðir hjá henni. Einungis má gefa út starfsleyfi ef ræktandinn, birgirinn eða notandinn og starfsstöð hans uppfylla kröfur reglugerðarinnar. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að samantekt um tilraunina skal vera auðskilin og innihaldi upplýsingar um markmið, þann skaða sem reiknað er með að dýrunum verði valdið, vísindalegan og samfélagslegan ávinning, fjölda dýra og hvernig kröfum um stað- göngu, fækkun og mildun skuli fullnægt. Fordæmi eru þó fyrir því að leyfi séu veitt fyrir starfsemi í framleiðsluskyni undir reglugerð um verndun dýra í vísindaskyni. Ræktendur þurfa leyfi Sigríður útskýrir að breytingin sé t.d. sú að ræktendur hrossanna þurfi leyfi fyrir hrossahaldinu, en hrossahaldið þarf að uppfylla reglugerð um velferð hrossa, eins og alltaf hefur verið krafa um. „Matvælastofnun hefur áður gefið leyfi til blóðtöku úr hryssum á grundvelli reglugerðarinnar um verndun dýra í vísindaskyni og því er ekkert fyrir fram sem útilokar að slíkt leyfi verði veitt að nýju,“ segir Sigríður. /þag Blóðtaka úr hryssum – Telst sem vísindaleg starfsemi Línur að skýrast um Landsmót 2024 – Úthlutað til Spretts en haldið í Fáki Óvissa hefur ríkt um Landsmót hestamanna sem halda skal árið 2024. Undirbúningur hefur farið hægt af stað en nú eru línur farnar að skýrast. Forsaga málsins er sú að Hestamannafélagið Sprettur fékk mótinu úthlutað og til stóð að halda mótið á félagssvæði þess en áform breyttust þegar líða fór nær mótinu. Stjórn Spretts ákvað því að óska eftir liðsinni nágranna sinna í Reykjavík, hestamannafélagsins Fáks. Sprettur og Fákur hófu í framhaldi viðræður um mótahaldið og var niðurstaðan sú að félögin munu halda Landsmót hestamanna í sameiningu á félags- svæði Fáks í Víðidal 1.–7.júlí 2024. Félagsleg skylda Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, er einnig formaður nýstofnaðs félags hestamannafélagsins Fáks og Spretts um Landsmót 2024 (LM2024). „Sprettur leitaði til okkar í vor með erindi þess efnis hvort hægt væri að halda Landsmót hestamanna 2024 á félagssvæði Fáks. Erindið var borið undir aðalfund hestamannafélagsins Fáks og það var samþykkt að fara í þessar viðræður. Niðurstaðan varð sú að LM2024 verður haldið í Reykjavík, á félagssvæði Fáks. Ég tel að okkur, sem reyndum mótshöldurum, beri félagsleg skylda til að aðstoða ef þess er óskað.“ Hjörtur bætir við að stutt er síðan Landsmót var haldið í Fák, árið 2018. „Mótssvæði hefur sannað sig sem burðugt mótssvæði. Innviðir eru klárir, s.s. ljósleiðari, rafmagn, vatn, skólp o.s.frv. sem einfaldar málið töluvert þegar farið er í stórmótahald.“ Lítil eftirlitsskylda Skipuð hefur verið stjórn LM2024. Hestamannafélögin Fákur og Sprettur skipa tvo fulltrúa hvort í stjórn og einn fulltrúi kemur frá Landsmóti ehf. sem er einkahlutafélag í eigu LH og Félags hrossabænda. Í stjórn sitja Hjörtur Bergstað, formaður, og Leifur Arason fyrir hönd Fáks. Fyrir Sprett sitja Lárus Sindri Lárusson, gjaldkeri, og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga situr fyrir hönd Landsmóts ehf. Aðspurður hvernig undirbúningur fyrir mótið gangi, nú þegar tæpir níu mánuðir eru til stefnu, segir Hjörtur að undirbúningur sé hafinn og gangi vel en ýmislegt hafi komi sér á óvart í þessu ferli. „Aðkoma LH og Landsmóts ehf. hefur komið mér á óvart og hversu lítil eftirlitsskylda þeirra hefur verið. Ég velti líka fyrir mér hvers vegna LH og LM ehf. stigu ekki fyrr inn í verkefnið, veittu ráðgjöf og leiðbeindu, sérstaklega í ljósi þess að til stóð að halda mótið á nýjum mótsstað.“ Framkvæmdastjóri ráðinn Stjórn LM2024 hefur ráðið Einar Gíslason sem framkvæmdastjóra mótsins. Einar er einnig starfandi framkvæmdastjóri Fáks og mun hann til að byrja með sinna báðum störfum til helminga en þegar nær dregur mun hann færa sig alveg yfir til LM2024. „Áskell Heiðar, fyrrum framkvæmdastjóri Landsmóts, verður til ráðgjafar og munum við leita til hans eins og þurfa þykir. Við eigum góða mótsskýrslu og leiðarvísi frá síðustu mótum sem haldin hafa verið á félagssvæði Fáks sem munu koma að góðum notum við undirbúninginn. Við höfum hingað til haldið undirbúningi á fáum höndum til að flýta fyrir vinnu okkar í ljósi þess hversu stutt er síðan ákveðið var að halda mótið í Víðidal. Á næstu vikum munum við fjölga í hópnum og leita til fólks sem hefur reynslu af stórmótahaldi. Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, við munum tryggja okkur gott og hæfileikaríkt fólk til vinnu fyrir landsmót 2024. Þó svo að Sprettur og Fákur standi fyrir mótinu þá eru allir velkomnir að bjóða fram krafta sína meðan á mótsdögunum stendur því það er virkilega gaman að taka þátt í stórmótahaldi,“ segir Hjörtur. Íþróttakeppni á LM Á landsmóti er keppt í gæðingakeppni ásamt keppni í tölti og skeiðgreinum sem teljast til íþróttakeppnis. Á Landsmóti 2022, á Hellu, var gerð tilraun til að bæta við keppni í öllum greinum íþróttakeppninnar. Sumir telja að dagskrá landsmóts sé nú þegar ofhlaðin á meðan aðrir vilja nýta þennan markaðsglugga sem þarna skapast til hins ítrasta. Stjórn LM2024 ákvað að kanna þann möguleika hvort hægt væri að halda Íslandsmót fullorðinna samhliða Landsmóti. „Við sendum erindi til keppnisnefndar og stjórnar LH og óskuðum eftir áliti þeirra hvort þetta væri framkvæmanlegt en niðurstaðan var sú að ekki væri hægt að verða við því að þessu sinni. Okkar hugmynd var að búa til enn skemmtilegri viðburð, að á landsmóti væri eitthvað fyrir alla, og að keppnin höfðaði til sem flestra. Við munum taka ákvörðun núna á næstu dögum hvort það verði íþróttakeppni á Landsmóti 2024 og þá með hvaða hætti hún verður og hvaða vægi hún fær,“ segir Hjörtur. Þess má geta að sambærileg tillaga þess efnis að halda Íslandsmót samhliða Landsmóti hestamanna var borin upp á síðasta landsþingi hestamanna og var felld, með naumum meirihluta. Miðasala er hafin fyrir Landsmót hestamanna 2024 og segir Hjörtur að forsala gangi vonum framar. Allar upplýsingar um mótið fá finna á landsmot.is og miðsala fer fram á tix.is. /þag Eigum til talstöðvar fyrir fyrirtæki og smala. Einnig vasaljós og höfuðljós. Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími 697 4900, Netfang : sala@svansson.is Landsmót hestamanna 2024 verður haldið af hestamannafélögunum Fáki og Spretti á félagssvæði Fáks í Víðidal. Mynd / Henk Peterse Laxveiði: Dræm veiði í ám Almennt var veiði í laxveiðiám landsins frekar dræm í sumar, að undanskildu norðausturhorninu og í Rangánum. Flestar árnar fara að loka fyrir veiðar þó einhverjar haldi veiðum áfram fram í október. Langvarandi þurrkar og vatns- leysi í ám hafa haft mikil áhrif á veiðina og gerðu mönnum erfitt fyrir. Samkvæmt frétt á angling.is töluðu veiðimenn á Vesturlandi jafnvel um hamfarir í þeim efnum en vatnsmeiri ár á Norðurlandi og norðausturhorni komu best út úr þurrkunum. Í lok ágúst lifnaði þó nokkuð yfir veiðinni með tilkomu vætu og veðrabreytinga. Laxveiði tímabilinu er lokið í Miðfjarðará og veiddust þar 1.334 laxar á 10 stangir samanborið við 1.522 veidda laxa í fyrra. Í Rangánum þrem – Ytri Rangá, Hólsá og Eystri-Rangá – hefur einnig verið lakari veiði heldur en árið áður. Í Eystri-Rangá hafa veiðst í ár 2.347 laxar á 18 stangir en í fyrra veiddust 3.807. Veiðum er þó ekki lokið í Rangánum en þar er veitt til 20. október. Veiði í Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal hefur þó gengið vel og er fjöldi veiddra laxa ívið meiri en árið áður. Í Selá veiddust 1.234 miðað við 1.164 í fyrra. Í Haffjarðará veiddust 905 miðað við 870 í fyrra og veiðst hafa 685 laxar í Laxá í Aðaldal en 402 samanborið árið áður. /þag Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði. Mynd / Ásta Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.