Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Undanfarna mánuði hefur verið talsverð umræða um afkomu bænda við hefð- bundinn landbúnað. Þar hefur komið fram gríðarlegur vandi bænda að ná endum saman við rekstur búa hvert sem litið er, hvort sem er við kjötframleiðslu eða mjólkurframleiðslu og ekki síður frumframleiðslu almennt. Þar eru hækkanir á aðföngum mest afgerandi og ekki síður launahækkanir sem er kostnaðarauki í rekstri. Á síðastliðnu ári voru greiddar út „sprettgreiðslur“ til að bregðast við grafalvarlegri stöðu sem hótaði að knésetja íslenskan landbúnað. Staðan var þó ekki afmörkuð við Ísland þar sem margar aðrar þjóðir í kringum okkur sáu einnig ástæðu til að leggja landbúnaðinum heima fyrir lið, vegna hækkandi aðfanga á heimsmarkaði í kjölfar heimsfaraldurs. Að rúmu ári liðnu hefur staðan því miður ekki breyst til hins betra nema að litlu leyti. Áburður hefur lækkað lítillega í verði en á móti hefur fóðurkostnaður hækkað. Fyrir sauðfjárbýli hefur þetta haft ögn jákvæð áhrif en fyrir mjólkurbýli hefur hækkun fóðurkostnaðar meira að segja og hefur rekstrarkostnaður því hækkað enn meira en í fyrra. Bændur um allt land í öllum búgreinum hafa verið að gera hvaðeina sem í þeirra valdi stendur til að hagræða í sínum rekstri en það hefur ekki dugað til þannig að fleiri og fleiri eru að sjá á eftir launum. Það er ekki staða sem getur gengið áfram og engin sanngirni í því. Við lestur fjárlagafrumvarpsins er engin vísbending um aukin framlög til landbúnaðar, að undanskildu auknu fjármagni til eflingar kornræktar en engin teikn á lofti um hvernig stjórnvöld hafa í hyggju að koma til móts við afkomuvanda í greininni. Í síðustu viku lögðu fulltrúar bænda fram kröfugerð vegna endurskoðunar á búvörusamningum og er hægt að glöggva sig á kröfugerðinni á vefsíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is. Nú er beðið eftir viðbrögðum frá matvælaráðherra og fjármálaráðherra en þrátt fyrir lítið skyggni er það eftir sem áður von okkar að samningsaðilar komi til móts við þann gríðarlega vanda sem landbúnaður stendur frammi fyrir í gegnum búvörusamninga því það er raunverulega besta leiðin fyrir heimilin og almenning í landinu til að halda aftur af verðbólgunni, að öðrum kosti verðum við alltaf á hringekjunni og menn sjá sér þá einn kost nauðugan að velta hækkunum út í verðlag. Þá tapa allir. Vaxtahækkanir hafa bitið fast í íslenskan landbúnað sem hefur gengið í gegnum mikla hagræðingu undanfarin ár með tilheyrandi fjárfestingu í starfsaðstöðu og tækjum. Nautgripa-, svína- og alifuglabú hafa komið sérstaklega illa undan þessari þróun þar sem þau hafa bæði hagrætt mikið og fjárfest til að gera aðbúnað búdýra sinna sem bestan. Nú er þessum býlum að refsast að hafa lagt af stað í þessa vegferð. Gagnrýnin liggur einnig í dýru lánsfé, markaðurinn í dag eru óverðtryggð lán með 12–13% breytilegum vöxtum. Öll lán til fyrirtækja eru á breytilegum vöxtum sem þýðir að allar stýrivaxtahækkanir hafa bein áhrif strax. Möguleikar fyrir nýliða til að koma inn í greinina eru því vandasamir. Ábyrgðinni er samt alltaf velt á bændur. Þeir eiga að hagræða í sínum rekstri, framleiða gæðavörur með lágu kolefnisspori, undirgangast auknari kröfur en viðgengst með innflutt matvæli en tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Á Búnaðarþingi 2009 ályktuðu bændur um fæðuöryggi þjóðarinnar þar sem kallað var eftir heildstæðri greiningu á fæðuöryggi þjóðarinnar, að farið yrði yfir stöðuna á framleiðslunni hér á landi, lágmarksbirgðir yrðu skilgreindar og nauðsynleg aðföng til innlendrar framleiðslu og að metið yrði hvar þyrfti að efla innlenda matvæla- og fóðurframleiðslu. Svo hafa árin liðið, með næstum jafn- mörgum skýrslum, en enginn er reiðubúinn að gangast við ábyrgðinni en allir reiðubúnir að benda í aðrar áttir og á meðan starfa bændur við letjandi starfsskilyrði. SKOÐUN Sjálfbærni Hér í blaðinu er fjallað um tvö málefni sem hafa snertifleti við hið fagra hugtak „sjálfbærni“, að vera sjálfum sér nægur. Annars vegar er fréttaskýring um stöðu íslenskra garðyrkjubænda, í raun þá stöðnun sem ríkir í þessari grein innlendrar frumframleiðslu matvæla. Hin er umfjöllun um lífrænu efnin sem hafa farið til spillis sem úrgangur, en munu verða að nýrri auðlind í eigu Íslendinga eftir að bann við urðun þeirra var lögfest um síðustu áramót. Hún mun verða farvegur fyrir innlenda sjálfbæra áburðarframleiðslu. Skýrsla um fæðuöryggi á Íslandi var gefin út árið 2021, þar sem höfundar eru kennarar við Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólann á Hólum. Í fæðuöryggishugtakinu felst sú vissa að ekki sé fæðuskortur. Forsenda fyrir fæðuöryggi þjóða er sjálfbærni. Annaðhvort ertu öruggur eða ekki. Og ef þú ert ekki sjálfbær ertu háður einhverjum öðrum og þar með óöruggur. Skýrslan fjallar um möguleika Íslands á að „auka fæðuöryggi“, sem þýðir að í henni er innlend matvælaframleiðsla kortlögð og möguleikar hennar til vaxtar. Einnig er skoðað hver áhrifin yrðu á framleiðsluna ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nýtt eru til framleiðslu á grunnhráefnum til matvælaframleiðslu. Það er hollt að rifja reglulega upp innihald skýrslunnar. Í skýrslunni kemur fram að matvælaframleiðsla á Íslandi byggist á landbúnaði, fiskveiðum og fiskeldi. Landbúnaðarframleiðslunni sé hægt að skipta upp í nokkrar greinar. Garðyrkju, sem sér þjóðinni fyrir grænmeti, jarðrækt þar sem fóður er framleitt en einnig korn og olía til manneldis og loks búfjárrækt þar sem dýraafurðir eru framleiddar, eins og kjöt, mjólk, og egg. Innlend garðyrkja sér innanlandsmarkaði fyrir um 43 prósentum af framboði grænmetis, búfjárræktin er með um 90 prósent af kjöti, innlend egg eru um 96 prósent af framboðinu og mjólkurvörur 99 prósent. Innlend framleiðsla á korni til manneldis er um eitt prósent af heildarneyslu. Nýlega ákváðu stjórnvöld að styðja við kornrækt í landinu með tveggja milljarða króna framlagi til greinarinnar, til næstu fjögurra ára. Það er gert í þeim tilgangi að auka hlutdeild innlendrar kornframleiðslu á markaði til manneldis og fóðurframleiðslu. Óumdeilt er að á Íslandi má rækta mun meira af grænmeti en gert er í dag. Og með góðum vilja stjórnvalda má gera Ísland sjálfbært í þessari grein landbúnaðarins – og stuðla þar með að auknu fæðuöryggi. Markaðshlutdeildin af innlendu grænmeti hefur lítið breyst á síðustu árum þrátt fyrir áform stjórnvalda og vilyrði um að sköpuð verði skilyrði til veglegs vaxtar – eins og kemur fram í fréttaskýringunni hér í blaðinu. Í skýrslunni eru tilteknir nokkrir takmarkandi þættir í innlendri garðyrkjuframleiðslu. Þar er raforkuverð talinn vera einn helsti þátturinn. Við endurskoðun búvörusamninga hafa garðyrkjubændur lagt áherslu á fram leiðsluhvetjandi starfsskilyrði garðyrkjunnar, meðal annars með því að festa niðurgreiðslu á dreifingarkostnaði raforku í 95 prósentum á hvert býli. Í dag eru greiðslurnar föst upphæð í einum potti sem þynnast út ef bændur auka umfang sinnar ræktunar. Útiræktun grænmetis er í dag mjög háð innfluttum tilbúnum áburði, sem er einnig takmarkandi þáttur hvað varðar sjálfbærni greinarinnar. Auk þess sem þar er sama letjandi stuðningfyrirkomulagið og í ylræktinni. Ísland er auðugt land, býr yfir auðlindum sem nota má með markvissum hætti til að þróa sjálfbærar búgreinar landbúnaðarins. /smh Ekki benda á mig Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“, Skjóna frá Vatnsleysu í Biskupstungum og Kolbrúnar frá Sveinskoti á Álftanesi. Helga er einn af þessum „auðkýfingum sálarinnar“, sem í landi okkar hefur barizt við örbirgð og erfiðleika í einstæðingsskap æskuára og ekkjudómi þroskaára. Hennar auðlegð er endurnærð hrifning í síbylju í hvert skipti sem hún heyrir, sér eða skynjar einhverja fegurð, listsköpun, kærleika eða sigraða sorg.“ Helga Þórðardóttir Larsen frá Engi var fædd 1901 og lést 1989. Hún ólst upp í Tungunum og flutti til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn. Hún giftist í Danmörku en missti mann sinn 1937. Árið 1952 fluttist hún að Engi í Mosfellssveit. Árið 1963 kom út viðtalsbók um hana, rituð af Gísla Sigurðssyni, sem bar titilinn Út úr myrkrinu. Af heimildum að dæma var Helga aðsópsmikil og skörungur hinn mesti. /ÁL GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Sigurður Már Harðarson (ábm.) smh@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is – Þórdís Anna Gylfadóttir thordisanna@gmail.com Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.