Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Hestamennska: Stórafmæli Félags tamningamanna – Tamningameistarar og afreksknapar mæta til leiks Félag tamningamanna (FT) hefur verið starfandi í meira en hálfa öld og hefur haft það hlutverk að verja hagsmuni íslenska hestsins. Félagið hefur í gegnum tíðina talað fyrir sanngirni í allri meðferð hestsins, réttri og góðri tamningu hans og leitt faglegt starf innan hestamennskunnar, m.a. með því að efla og fræða félagsmenn sína, sem og almenning. 50 ára afmæli Laugardaginn 2. desember nk. í Reiðhöllinni í Víðidal á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks mun félagið standa fyrir veglegri afmælishátíð í formi fyrirlestra og sýnikennslu í tilefni 50 ára afmælis Félags tamningamanna. Hátíðarhöldunum var á sínum tíma frestað vegna heimsfaraldursins en nú eru bjartari tímar fram undan og blásið verður til veislu. Félagið var stofnað 10. apríl 1970 á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Stofnfélagarnir voru 12, en í dag eru félagsmenn um 350 talsins. Pétur Behrens var gjaldkeri fyrstu stjórnar FT og segir að hugmyndin að stofnun félagsins hafi kviknað í litlu herbergi norður á Ströndum. „Ég og Jón Þórðarson vorum við tamningar í Húnavatnssýslu á sjöunda áratugnum. Þar hittum við fyrir tvo aðra unga tamningamenn, þá Reyni Aðalsteinsson og Sigurjón Gestsson. Allir vorum við sammála um að nauðsynlegt væri að stofna félag um sameiginlega hagsmuni tamningamanna, sem þá voru eins konar farandverkamenn sem flökkuðu um landið við tamningar á hrossum,“ segir Pétur. Félagið stofnað Úr varð að Pétur sendi póst á alla þá tamningamenn sem þeim félögum kom til hugar og bauð þeim að gerast félagsmenn í Félagi tamningamanna. „Fá svör bárust við bréfinu og þeir sem ekki fengu póst móðguðust og litlu munaði að stofnað yrði annað félag. Af því varð þó ekki. Það var vor í lofti, fram undan var Landsmót hesta- manna á Skógarhólum og fyrsta Evrópumót eigenda íslenskra hesta í Þýskalandi. Þetta voru spennandi tímar,“ segir Pétur aðspurður um stofnun félagsins. Í dag er formaður félagsins Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Auk hennar sitja í stjórn Þórarinn Eymundsson, Mette Mannseth, Rúna Björg Vilhjálmsdóttir, Johannes Amplatz, Fanney Dögg Indriðadóttir og Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir. Gríðarleg þekking og reynsla Sylvía segist vera full tilhlökkunar og telur að afmælishátíðin verði viðburður sem enginn áhugamaður um íslenska hestinn megi láta fram hjá sér fara. „Félag tamningamanna samanstendur af fagmenntuðum einstaklingum í tamningum, þjálfun og reiðmennsku. Innan raða félagsins er mikill og djúp þekking á íslenska hestinum sem okkar fremstu knapar og reið- kennarar munu deila með áhuga- sömum á afmælishátíð félagsins. Við stefnum að því að halda bæði fyrirlestra og sýnikennslu ásamt öðrum skemmtilegum uppákomum,“ segir Sylvía. Tamningameistarar mæta Félagsmenn FT eru útskrifaðir nemendur hestafræðideildar Háskólans á Hólum auk þeirra sem hafa lokið tamningaprófum fyrri ára. Einkennisbúningur félagsins, blár reiðjakki við hvítar buxur, hvít skyrta og rautt bindi, þykir ævinlega hátíðlegur og setur svip sinn á hverja sýningu og keppni. Æðsta tign félagsins er tamninga- meistari, eða reiðkennari A, og nú þegar hafa staðfest komu sína fjórir tamningameistarar félagsins sem munu taka þátt í afmælishátíðinni. Það eru þeir Eyjólfur Ísólfsson, Sigurbjörn Bárðarson, Þórarinn Eymundsson og Benedikt Líndal. Einnig munu aðrir afreksknapar mæta til leiks, s.s. Árni Björn Pálsson og Jóhanna Margrét Snorradóttir. Meginmarkmiðin standa enn Markmið FT, sem nú hefur verið starfandi í rúmlega 53 ár, hefur alla tíð verið að stuðla að réttri og góðri tamningu hesta. Verkefni félagsins hafa verið fjölmörg í gegnum tíðina en undanfarin ár hefur umræða um blóðmerahald farið hátt sem félagið hefur gagnrýnt og tekið harða afstöðu gegn. Í tíð félagsins hafa orðið miklar framfarir í reiðmennsku og meðhöndlun hrossa sem og allri aðstöðu og umgjörð. Eins og stofnfélaginn Pétur Behrens komst svo skemmtilega að orði að snarpir vindar hafa blásið en meginmarkmiðin hafa ekki glatast. Sylvía er þessu sammála og tekur undir að félagið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í framgöngu íslenska hestsins í gegnum tíðina. „Það er einnig mikilvægt að félagið sinni sínu hlutverki áfram. Að það standi vörð um íslenska hestinn, hagsmuni hans og sé leiðandi í faglegum aðferðum við tamningu hans og þjálfun. Engu að síður megum við ekki gleyma hvaðan við komum og mikilvægt að halda í þær mörgu góðu hefðir sem fylgja okkar reiðmennsku og umönnun hestsins. Fallegt og gott hugarfar gagnvart hestinum skiptir öllu máli. Við megum aldrei gleyma hvers vegna við löðuðumst að hestinum til að byrja með, hann hefur svo mikið aðdráttarafl og færir okkur ómælda gleði og sterka tengingu við náttúruna. Það eru forréttindi að fá að vera í kringum þessa tignarlegu og einstöku skepnu,“ segir Sylvía. Að lokum hvetur hún alla sem tök hafa á að mæta á afmælissýningu félagsins, fræðast um hestinn og heiðra hann. /ÞAG Einkennisbúningur félagsins, sem er blár reiðjakki við hvítar buxur, hvít skyrta og rautt bindi þykir ævinlega hátíðlegur. Mynd / Kolbrún Grétarsdóttir Málþing: Fjallað um lífræna ræktun frá öllum hliðum Sólheimar efna til málþings um stöðu lífrænnar ræktunar í landinu. Mynd / Sólheimar Sólheimar í Grímsnesi hafa beitt sér fyrir lífrænni ræktun frá upphafi starfseminnar árið 1930. Efnt verður til málþings um lífræna ræktun og framleiðslu í Vigdísarhúsi, Sólheimum, 6. október og þar horft fram á veginn. Stíga á svið bæði vísindamenn á sviði ræktunar, lífrænir bændur og ræktendur sem fjalla um helstu álitaefni lífrænnar ræktunar í dag frá mörgum hliðum. Að auki verður kynnt skýrsla Environice um stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og tillögur til stjórnvalda. Meðal þeirra sem flytja erindi verða dr. Ólafur R. Dýrmundsson, Kristján Oddsson, mjólkurframleiðandi á Hálsi í Kjós, Þórður G. Halldórsson, fv. garðyrkjubóndi á Akri í Laugarási, Erla H. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Lífræns Íslands, Sævar Ó. Ólafsson, Samkaupum og Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt að skrá þátttöku. Dagskrá og frekari upplýsingar um málþingið eru á vefsíðu Sólheima. /sá BÖCKMANN HESTA- KERRUR FÁST Í BYKO leiga@byko.is | 515-4020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.