Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 05.10.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Nýlega úthlutaði fagráð í hrossarækt tveimur verkefnum styrk úr Stofnverndarsjóði íslenska hestsins. Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni voru annars vegar á vegum Háskólans á Hólum og hins vegar á vegum Matís. Háskólinn á Hólum hlaut styrk fyrir verkefni sem ber heitið „Líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins og tengsl við árangur, heilbrigði og endingu“. Matís hlaut styrk fyrir verkefni sem ber heitið „Framþróun erfðagreininga í þágu íslenska hestakynsins“. Mikilvægi rannsókna Í tilkynningu frá fagráði í hrossarækt segir að rannsókn Háskólans á Hólum sé sérstaklega mikilvæg í ljósi umræðu um svokallaða „Samfélagssátt um notkun íslenska hestsins“ (e. Social licence to operate)”. Í því samhengi er vitnað til smæðar íslenska hestsins (þyngd og hæð á herðar) og þess hvort nota eigi hann til reiðar. Einnig er greint frá því að rannsókn á vegum Matís sé mikilvæg varðandi framþróun erfðamats á íslenskum hrossum. Hlutverk stofnverndarsjóðs er að veita styrki til þróunar- og rannsóknarverkefna í hrossarækt. Í reglugerð sjóðsins er kveðið á um að verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/ eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Við stofnun sjóðsins var upphaflegt hlutverk hans, samkvæmt eldri reglugerðum sem nú eru fallnar úr gildi, að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Gripir sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Einnig var heimilt að veita úr sjóðnum fé til þróunarverkefna í hrossarækt. Úthlutunarfé 7 milljónir Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildar hrossaræktar (áður Félag hrossabænda) fer einnig með formennsku í fagráði í hrossarækt. Aðspurð segir hún að umsóknir í sjóðinn séu árlega um 4–8 talsins, yfirleitt sé veitt úr sjóðnum árlega en undanfarin ár hefur þó verið úthlutað tvisvar á ári. Mikilvægt rannsóknarstarf Nanna telur það afar mikilvægt að efla rannsóknastarf tengt íslenska hestinum og leitast stofn- verndarsjóður eftir því að styrkja áhugaverðar og akademískar rann- sóknir sem auka þekkingu og skilning. „Viðfangsefni rann- sóknanna geta verið á breiðu sviði, t.d. tengst byggingu hestsins, fóðrun, reiðmennsku eða líkt og nú var styrkt, líkamsþungahlutfall milli knapa og hesta.“ Stofnverndarsjóður fær fjármagn til úthlutunar út frá fjölda hrossa sem flutt eru erlendis árinu áður en ákveðið gjald er innheimt fyrir hvern útfluttan hest. Í ár er úthlutunarfé sjóðsins 7 milljónir. „Fyrir tveimur árum var úthlutunarfé sjóðsins 12 milljónir en þá heimilaði ráðuneytið að gengið yrði á höfuðstól sjóðsins tímabundið, sem hefur hingað til ekki verið leyfilegt. Því var mun meira fé til úthlutunar þá en er nú. Úthlutunarfé hvers árs fer eftir fjölda útfluttra hrossa frá fyrra ári. Við höfum verið í samtali við ráðuneytið um aukna aðkomu þess að sjóðnum til að styrkja tekjustofn hans. Með aukinni aðkomu ráðuneytis er hægt að tryggja að sjóðurinn viðhaldi sér og styðja þannig enn betur við áhugaverðar og mikilvægar rannsóknir í þágu íslenska hestsins,“ segir Nanna að lokum. /ÞAG Nanna Jónsdóttir. Mynd / Aðsend Stofn verndarsjóður veitir styrki Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is TILBOÐSVERÐ 4.900.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.