Úrval - 01.11.1961, Page 43
ÖRB YLGJUMA GNA RINN
51
indamenn komust að raun um, að
orkuhleðsla frumeindanna er
mjög mismunandi, — það er að
segja, að sumar frumeindir búa
yfir mjög mikilli orku, aðrar yfir
tiltölulega lágu orkumagni.
Þeir komust líka að raun um,
að orkumagn sumra frumeinda
getur tekið breytingum fyrir ut-
anaðkomandi áhrif. Frumeind
með tiltölulega lágu orkumagni
getur margfaldazt að orku, ef bún
verður fyrir þessum áhrifum, en
orka hinna dofnað til muna.
Dr. Charles Townes, eðlisfræð-
ingur við Cólumbíu-háskóla, sem
hafði verið falið það verkefni af
hálfu flotastjórnarinnar að finna
aðferð til að auka langdrægni
merkjasendinga á örbylgjum
(radíóbylgjur með hátíðni), hafði
þessa kenningu í huga, þegar
hann fór að velta fyrir sér smíði
örbylgjumagnara.
Dr. Townes komst að þeirri
niðurstöðu, að ef tekið væri efni,
sem byggt væri mikið til upp af
frumeindum með háu orkumagni
og vissri sveiflutiðni, og beint að
því örbylgjum með sömu sveiflu-
tíðni, mundu frumeindirnar end-
urvarpa radíóbylgjunum, marg-
földuðum að styrkleika.
Að svo búnu hóf dr. Townes
tilraunir sinar. Hann beindi ör-
bylgjusendingum að ammonia-
gasi, sem byggt er upp af frum-
eindum með mjög háu orku-
magni. Þessi tilraun, sem var
gerð árið 1954, gaf jákvæðan ár-
angur. Örbylgjurnar, sem amm-
on gasið endurvarpaði, höfðu
styrkzt til muna eða magnazt.
Síðan hefur dr. Townes unnið
að því ásamt mörgum öðrum vís-
indamönnum, meðal annars dr.
Arthur Sohawlow, sem nú er
starfandi i rannsóknadeild Bell-
verksmiðjanna, að fullkomna
þessa tækni. Það var dr. Townes,
sem gaf tækinu hið alþjóðlega
heiti þess, — maser, myndað úr
upphafsstöfum orðanna: Micro-
wave Amplification by Stimu-
lated Emission of Radiation; það
er, örbylgjumögnun fyrir örvaða
geislavirkni.
Það hefur verið eitt af við-
fangsefnum þessara vísinda-
inanr.a að finna leiðir til að hag-
nýta mögnunaraðferðina i sam-
bandi við önnur bylgjusvið. Þeir
hafa komizt að raun um, að unnt
er að magna Ijósöldur ekki síð-
ur en örbylgjur með því að beina
þeim gegnum frumeindir rreð
hárri orku, eins og til dæmis
frumeindum roðasteinsins. Þessir
magnarar, sem geta margfaldað
styrk bæði útfjólublárra, inn-
rauðra og sýnilegra ljósgeisla,
kallast ljósmagnarar eða laser,
— en það heiti er myndað á sama
hátt og maser, og kemur þá 1-ið