Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 35
ANDLIT MANNS
43
og hugsaði svo fullur aðdáunar:
„Hann ætlar að taka því“, en fyrst
í stað þagði hann, því hann gat
ekki komið orðum að hugsunum
sínum.
En Haraldur segist hafa hugsað
eitthvað á þessa leið: „Jæja, lækn-
arnir hafa sagt, að þeir geti gert
talsvert meira fyrir mig. Ég verð
að trúa því. Ég er heldur ekki
neinn Gary Grant og verð það
ekki úr þessu.“
Haraldur bölvaði ekki örlögum
sínum. Hann gleymdi ekki, að her-
menn eru ævinlega í þeirri hættu
að særast meira og minna og týna
lífinu — og nú hafði það hent
hann að særast illa. Hann sætti
sig því við hlutskipti sitt í þeirri
von, að það versta væri afstaðið.
En hann grunaði ekki, hversu mik-
il raun var framundan. Hann var
innan um marga fleiri þjáninga-
bræður sína, og stóð að því leyti
ekki einn í baráttunni. í þessu
sjúkrahúsi voru nálægt fimm þús-
und sjúklingar, sumir við dauðans
dyr, aðrir á góðum batavegi.
„Við vorum allir í sama báti“,
rifjar Haraldur upp. „Við vissum
allir orsakirnar til þess, að við vor-
um þarna samankomnir og allar
útskýringar því óþarfar - í raun
og veru var þarna enginn ókunn-
ugur.“
En undir eins og hann tók að
hugsa til sjúkrahússvistar í heima
iandinu breyttist þessi tilfinning,
og hann spurði sjálfan sig: Hvern-
ig skyldi Burnette taka þessu, þeg
ar hún sér mig?
„Ég fór að efast um, að hún
gæti sætt sig við þetta“, rifjaði
hann ennfremur upp, „og ég tók
þá ákvörðun með sjálfum mér, að
ef svo yrði, mundi ég láta hana
fara sína leið og áfellast hana ekki
fyrir það.“
Hinn örlagaþrungni fundur
þeirra hjónanna átti sér stað
stuttu eftir að Haraldur var flutt-
ur til sjúkrahússins í San Diego.
Hann var klæddur hermannabún-
ingnum sínum, sem fór vel hinum
hávaxna manni, sem beið konu
sinnar í móttökustofu sjúkrahúss-
ins. Burnette þekkti undir eins
brún augun fyrir ofan umbúðirnar.
En hún tók naumast eftir umbúð-
unum.
„Almáttugur", sagði hún, „þú
ert svo horaður og' hvítur."
Eins og ósjálfrátt gengu þau út
fyrir bygginguna og settust þar á
bekk. Hún þrýsti sér upp að hon-
um, titrandi, en án þess að gráta.
Loks tókst honum að koma orðum
að því. Hann ætlaði ekki að gera
neinar kröfur til hennar.
„Nú veiztu það“, mælti hann.
„Hvernig lízt þér á?“
Nú féll hún í grát. Hún var
lengi að jafna sig, og þegar hún
mátti mæla, sagði hún honum, að
henni litist ekki á neinn nema
hann, hún hefði beðið eftir honum