Úrval - 01.08.1962, Side 39

Úrval - 01.08.1962, Side 39
ANDLIT MANNS 47 sjötta bekk barnaskólans og byrj- aður að fá áhuga á „baseball“ og utanborðsmótor-bátnum hans pabba síns. Þau skyldu öll án nokk urra orða, að Davíð hafði sérstöðu meðal systkinanna, því hann hafði þekkt pabba sinn bæði fyrir og eft- ir að hann slasaðist. Og með því að taka á móti pabba sínum án nokkurrar vanþóknunar hafði Da- víð litli gert sitt til að koma öllu í gott lag. „Við vorum öll mjög bjartsýn og sjálförugg", segir Haraldur. Ég held ég hafi hugsað sem svo, að við værum búin að taka út okkar skammt, að allt mótlæti tilheyrði fortíðinni. En það er heimskulegt að hugsa svona.“ Hinn 23. maí 1953 barði ógæfan að dyrum. Þá datt Davíð litli ofan úr tré og skjögraði heim alldasað- ur og hafði ekki gott vald yfír röddinni. Höfuðkúpan hafði brotn- að. Tveim vikum síðar stóð Har- aldur við rúm deyjandi sonar síns í sjúkrahúsinu. Þetta var versta áfallið, sem Haraldur hafði orðið fyrir. Allt hið fyrra hafði hann getað staðið af sér, án þess að kvarta mikið. En nú var öðru máli að gegna. Karl- mennsku sýna menn, þegar um eigin byrðar og óhöpp er að ræða. En þetta var utan við hann sjálfan, högg sem öðrum var greitt, en lenti þó að vissu leyti fyrst og fremst á honum sjálfum. Burnette vildi ekki í fyrstu trúa því, að sonur hennar væri ekki á lífi lengur, en síðar átti sú vitn- eskja næstum eftir að gera út af við hana. Kvöld eftir kvöld kom Haraldur heim til konu sinnar, þar sem hún sat eða lá i hnipri og mátti naum- ast mæla. Mánuðir liðu, og hann komst á þá skoðun, að eina ráðið til úrbóta væri, að þau hjónin eignuðust enn eitt barnið. En hann hikaði við að taka endanlega á- kvörðun um þetta og færa það í tal við konu sína. Burnette Lum- bert er smávaxin kona, og hún hafði komið hart niður að öllum þrem börnum sínum. Hann vissi ekki, að kona hans hafði einnig hugleitt að eignast enn eitt barn. En hún var ekki haldin sama ótta og hann. Og enn einu sinni örvaði hún hann til að taka ákvörðun. Virginia Sue Lumbert fæddist 1956. Hún er ljóshærð, bláeygð og freknótt og hið yndislegasta barn í alla staði. Síðustu árin hefur Haraldur Lumbert brotið niður ýmsar hindr- anir, sem hann hafði skapað sér sjálfur. Honum fannst hann verða að gera það, svo hann hindraði ekki börnin sín í að lifa eðlilegu lífi. Hann fór með fjölskylduna í sumarleyfisferðir til Missouri, þar sem þau eiga kunningja, og til Kaliforníu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.