Úrval - 01.08.1962, Side 39
ANDLIT MANNS
47
sjötta bekk barnaskólans og byrj-
aður að fá áhuga á „baseball“ og
utanborðsmótor-bátnum hans
pabba síns. Þau skyldu öll án nokk
urra orða, að Davíð hafði sérstöðu
meðal systkinanna, því hann hafði
þekkt pabba sinn bæði fyrir og eft-
ir að hann slasaðist. Og með því
að taka á móti pabba sínum án
nokkurrar vanþóknunar hafði Da-
víð litli gert sitt til að koma öllu
í gott lag.
„Við vorum öll mjög bjartsýn og
sjálförugg", segir Haraldur. Ég
held ég hafi hugsað sem svo, að
við værum búin að taka út okkar
skammt, að allt mótlæti tilheyrði
fortíðinni. En það er heimskulegt
að hugsa svona.“
Hinn 23. maí 1953 barði ógæfan
að dyrum. Þá datt Davíð litli ofan
úr tré og skjögraði heim alldasað-
ur og hafði ekki gott vald yfír
röddinni. Höfuðkúpan hafði brotn-
að. Tveim vikum síðar stóð Har-
aldur við rúm deyjandi sonar síns
í sjúkrahúsinu.
Þetta var versta áfallið, sem
Haraldur hafði orðið fyrir. Allt
hið fyrra hafði hann getað staðið
af sér, án þess að kvarta mikið.
En nú var öðru máli að gegna. Karl-
mennsku sýna menn, þegar um
eigin byrðar og óhöpp er að ræða.
En þetta var utan við hann
sjálfan, högg sem öðrum var
greitt, en lenti þó að vissu leyti
fyrst og fremst á honum sjálfum.
Burnette vildi ekki í fyrstu trúa
því, að sonur hennar væri ekki á
lífi lengur, en síðar átti sú vitn-
eskja næstum eftir að gera út af
við hana.
Kvöld eftir kvöld kom Haraldur
heim til konu sinnar, þar sem hún
sat eða lá i hnipri og mátti naum-
ast mæla. Mánuðir liðu, og hann
komst á þá skoðun, að eina ráðið
til úrbóta væri, að þau hjónin
eignuðust enn eitt barnið. En hann
hikaði við að taka endanlega á-
kvörðun um þetta og færa það í
tal við konu sína. Burnette Lum-
bert er smávaxin kona, og hún
hafði komið hart niður að öllum
þrem börnum sínum.
Hann vissi ekki, að kona hans
hafði einnig hugleitt að eignast
enn eitt barn. En hún var ekki
haldin sama ótta og hann. Og enn
einu sinni örvaði hún hann til að
taka ákvörðun.
Virginia Sue Lumbert fæddist
1956. Hún er ljóshærð, bláeygð og
freknótt og hið yndislegasta barn
í alla staði.
Síðustu árin hefur Haraldur
Lumbert brotið niður ýmsar hindr-
anir, sem hann hafði skapað sér
sjálfur. Honum fannst hann verða
að gera það, svo hann hindraði
ekki börnin sín í að lifa eðlilegu
lífi. Hann fór með fjölskylduna í
sumarleyfisferðir til Missouri, þar
sem þau eiga kunningja, og til
Kaliforníu.