Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 90
98
ÚRVAL
slóðir, verða menn að vara sig
mjög á svartflekkóttum eiturormi,
sem talsvert er um hér. Þegar far-
ið er upp ána, er venjan sú að vera
eins nálægt bakkanum og unnt er
til að komasthjásterkastastraumn-
um og hafa skugga af trjánum;
nógur er hitinn samt. En þá kemur
stundum fyrir, að höggormur þessi,
sem getur orðið níu feta langur,
skríður úr felustað sínum á trjá-
grein og ofan í bátinn. Oft hefur
komið fyrir, að felmtri lostnir far-
þegarnir hafi steypt sér útbyrðis.
Stundum hafa ósyndir blökkumenn
drukknað af þessum sökum.
Meðal eiturormategundanna er
ein fremur lítil og græn á litinn,
sem heldur sig mikið á banana-
trjánum. Snákar þessir hafa oft
skotið mönnum skelk í bringu, er
þeir hafa næstum snert þá með
hendi, en smæð þeirra og litur
gerir þá lítt áberandi.
En mestur ótti stendur okkur af
horn-höggorminum svonefnda, sem
er suttvaxinn og ófrýnilegur og
með sporðstubb. Nafn sitt dregur
hann af tveim hörðum, hreistrugum
hnúðum, sem standa eins og horn
út úr þríhyrndum, flötum hausnum.
Höggormur þessi heldur sig alla-
jafnan nálægt vatni og er vel synd-
ur. Það eykur á hræðsluna við
hann, hve lítið ber á honum. Aðrar
snákategundir gera vart við sig
með því að leggja á flótta eða rísa
upp til varnar, en horn-höggorm-
urinn bærir svo lítið á sér, þegar
manneskja nálgast hann, að fyrir
hefur komið, að stigið hafi verið
ofan á hann, án þess hann hreyfði
sig. En ef honum er ógnað eða hann
ertur, gerir hann hiklaust árás.
Venjulega felur hann sig undir
föllnu laufi, svo aðeins sér í brún-
an hausinn. Hvítur maður sér hann
venjuiega ekki, en svertingi sem
á undan gengur, aðvarar.
Af þeim snákum, sem ekki spýta
eitri, er helzt að nefna kyrkislöng-
una, en hún getur orðið allt að
átta stiku löng og allt að tvö fet að
ummáli, en sú stærð er sjaldgæf.
Eins og horn-höggormurinn er
kyrkislangan ágætlega synd. Einnig
er hún gædd miklum viðbragðs-
flýti. Eitt sinn sá ég eina, um það
bil níu feta langa, elta hænu með
stálpuðum unga eftir tröðinni, sem
lá að trúboðsstöðinni. Fiðurféð
hljóp mjög hratt, en slangan skreið
samt hraðar, en sem betur fór var
ég það nálægt, að mér gafst tími til
að skerast í leikinn. Ég hljóp á
vettvang með langt prik í hendinni,
og þegar slangan varð þess var,
skreið hún inn í grasið.
Eitt sinn drap kyrkislanga fyrir
mér eina af beztu geitunum mín-
um. Geitahirðirinn og fleiri inn-
fæddir röktu slóð slöngunnar og
tókst að drepa hana. Hún var ekki
nema fjórtán fet að lengd, en hafði