Úrval - 01.08.1962, Page 107
GEIMFLVG OG AXDI MANNSINS
115
sig þurrlendið. Það viðhorf, sem
blasir við á öðrum hnöttum, er
okkur jafn lítt skiljanlegt og ó-
þekkt og eldur eða rafmagn mundi
vera fiskunum. En fáir efast um,
að þau viðhorf munu verða okkur
til mikils þroska.
Talað hefur verið um, að menn
geti lítið beitt skynfærunum úti
í geimnum, og að hætt sé við, að
tómleikinn þar geri menn tauga-
veiklaða og jafnvel sturlaða. En ég
vil leyfa mér að snúa þessum full-
yrðingum við og halda því fram,
að menning okkar fái tómleika-
kennd og uppdráttarsýki, ef við
sækjum ekki út í geiminn. Undir
eins og við komumst upp fyrir
gufuhjúp jarðarinnar, blasti við
okkur nýr og furðulegur alheimur,
miklu stærri að fjölskrúðugri, en
okkur hafði til hugar komið eftir
athuganir af jörðu niðri. Og jafn-
vel bjartsýnustu áhugamönnum
um geimferðir kom á óvart, hversu
mikla möguleika gervihnettirnir
sköpuðu.
En vísindalégu framfarirnar,
þótt merkilegar séu, eru ekki nema
ein hlið á málinu. Úti í geimnum
er nægt efni fyrir ímyndunaraflið
að vinna úr. Allt ætti þetta að
vera velkomið, enda þótt það kunm
að veita okkur litla hamingju, því
aldrei er auðvelt að lifa á tímum
mikilla breytinga. Við verðum að
búa okkur undir að trúarbrögð okk-
ar og heimspekilegviðhorf geti orð-
ú
ið fyrir miklum hnekki. Við göng-
um út frá því sem vísu, að hnött-
urinn okkar sé ekki annað en lítill
heimur á yztu mörkum firnamikiís
alheims, og þetta raskar ekki ró
okkar, en við höfum gleymt, hve
uppgötvun þessarar staðreyndar
olli miklu róti á sínum tíma. Könn-
un geimsins mun leiða í Ijós stað-
reyndir, sem rugla jafnvel enn
meir ríkjandi skoðanir manna.
Það er litlum vafa undirorpið, að
við eigum á endanum eftir að kom-
ast í samband við verur, sem eru
okkur fremri. Sá atburður verður
kannski sá mikilfenglegasti í sögu
mannkynsins. „Guð skapaði mann-
inn í sinni mynd“ er hvatvísleg
fuliyrðing margra trúarbragða, og
vera má, að afsönnun þeirra orða
sé ekki mjög langt undan.
Nýsjáiendingurinn Derek Lawd-
en hefur látið sér um munn fara
þessa snjöliu hugleiðingu um á-
hrif geimferða á mennina:
„Ég held, að maðurinn eigi eftir
að skynja betur hlutverk sitt í al-
heiminum, — hætta að líta á sig
sem aðskotadýr í framandi veröld.
Ég hygg, að hin jákvæðu viðhorf
eigi eftir að þroska með manninum
algyðistrú, sem brjóti alls ekki í
bága við vísindalega þekkingu.
Þeim, sem ekki geta sætt sig við
þessa kenningu, ráðlegg ég að
beina augum sínum til himins á
heiðskíru kvöldi.“
Sjálfsagt er mörgum um og ó að