Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 140
148
ÚRVAL
laust, án þess að rétta úr hnján-
ura?
Gorman mælti: „Þeir liggja svo
þétt saman, að ég get ekki stigiS
á milli þeirra.“
„StígSu þá bara ofan á þá,“
svaraði Palmer. „Þeir finna eklti
iengi til óþæginda úr þessu.“
„ÞaS mundi verSa auSveldara
viSfangs fyrir mig, ef ég stæði
við höfuð þeirra,“ sagSi Gorman,
því aS hann sá að þannig mundi
hann komast nær Palmer.
„Ég gef þér leyf i til þess,“
sagði Palmer.
Nú kom Gorman allt í einu ráð
í hug, sem hann framkvæmdi
óSara, enda þótt hann titraði af
ótta. Hann gekk á milli annars
og þriðja manns í röSinni, hægt
og rólega, en lézt síðan hrasa
og varðist falli með þvi aS stíga
yfir annan mann í röSinni, og
þannig komst hann enn nær
Palmer. Og til þess að þetta yrði
allt eðlilegra, sneri hann stöSugt
baki við Palmer og steig nú loks
yfir þann sem lá yztur í röSinni.
MorSinginn hilcaSi andartak;
fyigdi síðan óspjálfrátt venju
sinni, rétti úr hnjánum og beindi
rifflinum upp á við. Þetta tók
hann ekki nema brot úr sekúndu,
en nægði þó til þess að Gorman
komst að honum og sló með
vinstri hendi riffilinn úr höndum
hans. Um Ieið barSi hann Palmer
með hægri hendi á kjálkann, af
öllum mætti. Palmer féll við
höggið og Gorman á hann ofan,
og þegar morSinginn teygði
höndina út eftir byssunni, setti
Gorman hnéð bfan á úlnlið hans
og barði hann enn. „Fljótir
drengir,“ kallaði hann.
Þeir fjórir, sem enn voru ó-
fjötraðir, létu ekki segja sér það
tvisvar; komu húsbónda sínum
tafarlaust til aðstoðar og létu
kné fylgja kviði. Ralph Russel
verkstjóri kom inn í sömu svif-
um, leit yfir afgreiðsIuborðiS og
þótti þetta furðulegur aðgangur.
„Palmer,“ sagði einn þeirra fé-
laga, og það nægði til þess að
skýra málið.
Charlie Kroeschel brá sér nú
i næsta síma, og þrem mínútum
siðar hemlaði lögreglubíllinn úti
fyrir dyrum. Palmer var hand-
járnaður og leiddur út í bílinn,
og var þá heldur lágt á honum
risið. Leik hans var lokið.
Gorman og þeir sjömenning-
arnir stóðu hljóðir um hríð og
horfðu hver á annan. Þegar þeir
hugleiddu það nú, hvað hefði get-
að orðið, þraut þá allan mátt.
Gorman leit á hnúa sina; það
blæddi úr þeim eftir höggið, og
loks mælti hann eins og dálítið
utan við sig: „Ekki dugar þetta;
við verSum aS afgreiða steyp-
una ..