Úrval - 01.06.1964, Page 2
URVAL
Það er ekki að undra, þótt Úrval hafi náð miklum
vinsældum á íslandi. Þar fá menn í samanþjöppuðu
formi þann fróðleik, sem nauðsynlegur er lmgs-
andi mönnum, sem fæstir hverjir hafa tíma til
að liggja yfir stórum fræðiritum eða útvegun þeirra.
í hverjum mánuði lcemur Úrval með um tvo tugi
greina um flest hugsanieg efni — auk smærra efnis
og úrdráttar úr metsölubókum. Og þar að auki er
Úrval ódýrt lesefni, — 10 arkir kosta aðeins 30
krónur, en samsvara að lesmáli 10 örkum í Sldrnis-
broti. Úrval ber nafn með rentu.
Forsíðumynd: Æðarvarp — Teikning: Snorri Sveinn.
Úrval
Utgefandi: Hilmir h. f. — Ritstjóri: Halldór G. Olafsson —
Ritnefnd: Halldór G. Ólafsson, Gísli Sigurðsson og Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson. — Auglýsingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstjóri:
Óskar Karlsson. —Aðsetur Laugavegi 178, pósthólf 533, Reykjavík, sími 35320. —
Ráðunautar: Franska: Haraldur Ólafsson, ítalska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka:
Loftur Guðmundsson. Verð árgangs (tólf hefti): Kr. 300.00 í lausasölu kr. 30.00
heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími, 36720. — Prentun
Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.