Úrval - 01.06.1964, Side 8
Ekki lengur
tilviljun
í síðasta tölublaði birtist auglýsing
frá C. D. Indicator. Hér á eftir
verður nánar greint frá þessu
merkilega tæki, og uppgötvun
þeirri, sem það byggist á.
C. D. INDICATOR, hin ómissandi hjálp fyrir kvenfólk til cskeikular hagnýt-
ingar á einni mikilvægustu lífeðlisfræðilegu uppgötvun vorra daga.
Það féll í hlut vísinda vorra tíma að uppgötva lögmál náttúrunnar um hina
tímabundnu frjóvgunarmöguleika konunnar. — Ræting óskadraums, sem mann-
kynið hefur óefað dreymt frá upphafi.
Niðurstöður hinna frægu lækna og vísindamanna, Dr. K. Ogino og Prof.
Dr. Hermann Knaus, um að konan geti aðeins orðið barnshafandi nokkra
ákveðna daga í hverjum mánuði, hafa skapað algerlega ný viðhorf fyrir nú-
tímakonuna. Þeir tímar eru liðnir, þegar fæðing var hreinni tilviljun háð.
Með þessum mikilsverðu staðreyndum var bundinn endir á þær röngu hug-
myndir, sem ríkt höfðu gegnum kynslóðirnar, að konan væri ávallt frjó.
Með u.þ.b. mánaðar millibili losnar frá eggjastokk konunnar eggfruma til-
búin til frjóvgunar. Það er vísindalega sannnað, að eggfruma þessi lifir
aðeins fáeina tíma, sömuleiðis að sáðfrumur mannsins lifa aðeins uþ.b.
24 tíma. Það er því auðsætt, að frjóvgun getur þá aðeins átt sér stað, að
frjóvgunarhæft sæði fyrirhitti lifandi egg. Ef hægt er að ákvarða daginn,
sem egglosið á sér stað, er einnig hægt að vita hvaða daga frjóvgun er
yfirleitt möguleg. Alla hina dagana er frjóvgun óhugsandi. Vísindin hafa nú
gert það kleift að reikna út þessa daga eftir mánaðarlegu kerfi konunnar
og með hliðsjón af ofangreindu.
Það er augljóst, að jafn yfirgripsmikil uppgötvun sem þessi var ekki tekin