Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 14
4
ÚRVAL
manna. Helms ber hið sakleysis-
lega embættisheiti stjórnarfull-
trúi fyrir áætlanir (deputy di-
rector for plans — D.D.P.). Ná-
kvæmara væri að nefna hann
yfirmann njósna og fantabragða.
Þau ábyrgðarstörf, sem heyra
undir deild Helms greinast í
nokkra flokka. Fyrst koma hin-
ar hefðbundnu njósnir, söfnun
leynilegra upplýsinga af erind-
rekum, sem starfa undir ein-
hverju yfirskyni. Svo koma „sér-
leg verkefni“ („special ops“),
sem hafa þann tilgang að steypa
óvinveittum ríkisstjórnum*,
koma í veg fyrir fall vinsam-
legra rikisstjórna, eða koma af
stað takmörkuðum hernaðarað-
gerðum, eins og árásina i Svina-
flóa (Bay of Pigs). Einnig átti
hún að stofna og viðhalda fjöl-
mörgum „framvarða“ og „yfir-
skyns“ skipulagningum af ýmsu
tagi. Þegar öll kurl koma til
grafar má segja, að Helms „eigi“
um það bil helminginn af starfs-
liði CIA, og að minnsta kosti
til skamms tíma hefur D.D.P.
eytt mestum hluta af þvi fé, sem
CIA hafði til ráðstöfunar.
*CIA átti aðalþáttinn í þvi að
fella forsætisráðherra Irans, Mo-
hammed Mossadegh árið 1953, og
hinn kommúnistahliðholla forseta
Guatemala, Jacobo Arbenz Guz-
manl árið 1954.
Afkastamestur við að ná leyni-
legum upplýsingum fyrir Helms
er Ray Cline, upplýsingastjórnar-
fulltrúi (deputy director for in-
tclligence=D.D.I.), þrekvaxinn
rauðhærður, hálffimmtugur
maður með afbragðs háskóla-
menntun. Cline hefur liinsvegar
ekki, eins og Helms, nein af-
skipti af leynilegum fram-
kvæmdum og „á“ enga útlenda
erindreka. En Cline er samt
einnig valdamikill maður. Það
var Allan Dulles, sem taldist
svo til, að innan við 20% upp-
lýsinganna væru fengnar með
njósnum. Hin 80%in sér Cline
um, en hann hcfur á að skipa
hóp fræðimanna, sem i eru sér-
fræðingar á öllum sviðum, frá
„kassafræðingum“ (sem á ytra
útliti kassa geta vitað, hvað i
honum er) til sérfræðinga í
sjúkrasögu Nikita Khrustchevs.
Aðalstarf Clines er að sjá um,
að upplýsingarnar komist til
þeirra manna, sem þurfa á þeim
að halda og geta látið þær koma
að notum. Það var t.d. Cline,
sem í varlega orðuðu símtali
við McGeorge Bundy gerði Hvíta
Húsinu fyrst aðvart um þá „ör-
uggu“ vitneskju, að Sovétstjórn-
in væri að koma upp eldflaugum
á Kúbu.
Cline ber einnig ábyrgð á
því, að þessi litla bók komist í
liendur forsetans. (Undirmenn