Úrval - 01.06.1964, Page 15
NJÓSNASTRÍÐ STÓRVELDANNA
5
hans byrja að koma í CIA-bygg-
inguna kl. 3 að morgni á hverj-
um degi til að fara yfir síðustu
símskeytin og setja saman bók-
ina). Aðeins McNamara, Mc-
Cone og utanríkisráðherrann
Dean Rusk fá afrit af bók forset-
ans. Frá skrifstofu Clines koma
einnig daglega, vikulega og mán-
aðarlega upplýsingayfirlit.
Fimmti ráðamaðurinn meðal
þeirra, sem undir menn McCone
eru gefnir, er Shermann Kent,
afbragðsmaður, með andlit eins
og bolabitur, og sem tyggur tó-
bak og líkist fremur sjóara í
tali, heldur en fyrrverandi pró-
fessor, eins og hann er. Hans
starf er að túlka upplýsingarnar,
segja til um hvað þær þýða —
starf, sem ekki er síður mikil-
vægt en að afla þeirra i fyrstu.
Kent er forseti i 21 manna ráði
(Board of Estimates=matsráði),
sem veltir fyrir sér upplýsingun-
um og metur gildi þeirra og
þýðingu.
Þetta mat er áhættusamt verk.
19. september 1962, til dæmis,
gát ráðið sér rangt til. Þegar
ráðið þann dag var að meta
aðvörun, sem fólst i upplýsing-
unum, komst það að þeirri nið-
urstöðu, að ólíklegt væri, að
Sovétrikin leggðu út á þá „stór-
hættulegu pólitilc" að staðsetja
flugskeyti á Iíúbu. En raunveru-
lega höfðu fyrstu Sovétskipin,
með flugskeyti innanborðs, kom-
ið til Kúbu 8. september. Erind-
reki frá CIA hafði séð skipa-
flota með flugskeyti innanborðs
aðf'aranótt 12. september.
Skýrsla hans var sundurliðuð
og nægilega sannfærandi til þess
að geta talizt „örugg“ upplýs-
ing. En sökum þess, hve Fidel
Castro hafði öflugt lögreglulið,
liðu nokkrir dagar áður en er-
indrekinn gat komið skýrzlunni
til yfirmanns sins á þessu svæði
og þaðan áfram til CIA. Skýrsl-
an barst því ekki til CIA fyrr
en 21. sept., tveimur dögum eftir
úrskurð ráðsins. Matsráðið hef-
ur samt á liðnum árum unnið
virðingarvert starf, þegar tekið
er tillit til þess, sem er óút-
reiknanlegt.
Nýskipaður er nú sjötti ráða-
maðurinn, dr. Albert D. Wheel-
on, stjórnarfulltrúi fyrir vísindi
og tæknifræði. Nákvæmara em-
bættisheiti væri raunar stjórn-
arfulltrúi fyrir tækninjósnir,
þar sem hinar hefðbundnu að-
ferðir til að afla upplýsinga
eru óðum að víkja fyrir slík-
um vísindauppgötvunum eins og
U-2 (háloftaflugvélar), könnun-
argervihnöttum, radar, langdræg-
um sambandstækjum og öðrum,
ónefndum, tæknilegum ráðum
til að komast að þvi, hvað and-
stæðingurinn hefur í hyggju.
Hjá CIA fer allt fram eftir