Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 16
6
URVAL
fyrirsögn McCone. Hann getur
hagað öllu að geðþótta, og hann
getur eytt sínum óráðstöfuðu
fjármunum eins og honum þyk-
ir lienta.
Þessi völd veita CIA sveigjan-
leika, sem er einstæður innan
embættisveldis ríkisins. Til þess
að nefna eitt dæmi, þá liðu að-
eins 8 mánuðir frá þvi i des-
ember árið 1954, er Allan Dulles
ákvað að láta smiða U-2, og
þar til i ágúst 1955, er U-2-vélin
hóf sig á loft. Frá sjónarmiði
Pentagonmanna var þetta alveg
óskiljanlegt þrekvirki. Það hefði
tekið embættisveldið í Pentagon
að minnsta kosti tvö ár, senni-
lega meira að segja þrjú að
koma U-2 á loft.
Sá hæfileiki að vera snar í
snúningi er einn af beztu kost-
um McCones. Á meðan hann
ber þann hatt á höfði að vera
„forstjóri upplýsingaþjónustunn-
ar,“ og á að bera ábyrgð á „á-
rangursríkari stjórn upplýsinga-
starfseminnar í heild,“ þarf Mc-
Cone á öllum þeim kostum að
halda, sem honum eru tiltækir.
Þvi að enda þótt hann fái öllu
framgengt innan CIA, sem hann
vill, er ekki þar með sagt að
hann tai öllu sínu framgengt
innan annarra deilda upplýs-
ingakerfis rikisins og umfram
allt ekki í Pentagon.
Landvarnaráðherrann, Robert
McNamara, eyðir miklu meira
fé og „á“ miklu fjölmennara
starfslið i upplýsingastarfsem-
inni en McCone hefur sem yfir-
maður CIA. Og að einu leyti
eru þeir mjög likir: Samkeppn-
in er þeirra ríkasti eðlisþáttur.
Einn, sem þekkir þá báða vel,
segir um þá: „Bæði Bob og Jón
vilja gjarnan vera hinn „fyrst-
asti“ hjá hinum „mestasta“-
Hinn „mestasti“ er auðvitað
forsetinn.
Samkeppnin á milli McCone
og McNamara hefur stundum
orðið fremur kátbrosleg. Meðan
Kúbudeilan stóð sem hæst, var
hvert nýtt safn ljósmynda, tekn-
um af U-2 vélum, tekið til með-
ferðar árla morguns í ljósmynda-
rannsóknarstofunni úti i Wash-
ingtonborg. Meðan stóð á út-
færslu og rannsóltn myndanna,
stóð CIA maður frá McCone og
Pentagonmaður frá McNamara
—■ venjulega einhver yfirforingi
— andstuttir og hálfbognir yfir
öxlina á rannsóknarmönnunum.
Jafnskjótt og einhver merkileg
mynd kom í ljós, þreif yfirfor-
ingi McNamara hana og ók eins
og hvirfilvindur með hana til
Pentagon, þar sein McNamara
— sem er mesti morgunhani -—•
beið hans.
CIA foringinn þreif þá einnig
sitt eintak og ók jafnvel enn
hraðar heim til McCone í norð-