Úrval - 01.06.1964, Page 20
Svefn og matur - lít górilluapanna
Górilluapar lifa hirai mesta leiilífi. Þeir fara snemma i
háttinn og seint á tappir, enda sofa þeir 15 tima á sólar-
hring. Og öðrum 5 tímum eyða þeir í að éta. Og þá verða
aðeins 'i tímar eftir til þess að snúast í ýmsu öðru.
Eftir Dan Bodkin.
EORGE SCHALLER,
dýrafræðingur við
háskólann í Wis-
consin, hefur með
nýlegum athugun-
um sínum dregið upp nýja mynd
af Goriiluapanum, þessum skelfi
frumskóganna. Eftir að hafa
dvalið 18 mánuði i Afríku og
varið 400 klukkustundnm til at-
hugana, skýrir Schaller frá því,
að Góriliuapinn, sem öskrar og
ber sér á brjóst, sé í rauninni
friðsamur flakkari og iðjuleys-
ingi.
Górilluapar lifa letilífi. Þeir
fara snemma á fætur, en ganga
lika snemma til hvílu, sofa í 15
klukkustundir og eyða öðrum
fimm til að éta. Það sem eftir
er sólarhringsins fer i að ráfa
um, fara í sólbað og gera sér
náttból til næturinnar.
Þessa apa, sem eru mjög ólik-
ir því, sem menn almennt hafa
gert sér í hugarlund og fyrri
lýsingum vísindamanna, athug-
aði Schaller nálægt upptökum
Nílar í Virungafjöllum í Kongó.
Þeir lifa þar i flokkum, sem
í eru frá tveim upp í 30 dýr,
reikandi um 10 til 15 fermílna
skóglendi.
Fyrir hverjum er einn ein-
valdur karlapi, og' veitir hann
umyrðalaust viðtöku i ríki sitt
karlöpum, sem ráfa um einir
sér, og veitir þeim fullt frelsi
i öllu, jafnvel til að fá sér maka.
Aparnir ,lifa sem sé friðsamlega
félagslifi. Schaller sá aldrei tvo
karlapa berjast. Þeir berja sér
á brjóst, segir hann, ekki i ógn-
unarskyni, heldur til að veita
hugaræsingi sínum útrás. Þeir
berja sér á brjóst með flötum
10