Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 22
12
ÚRVAL
í New York og Þjóðgarðastofn- fékk einnig styrk frá Vísinda-
uninni (Institute of National stofnun ríkisins.
Dan Botkin.
Parks) í Belgíska Kongó. Hann
Gamli maSurinn skreið á fjórum fótum undir sætunum í kvik-
myndahúsinu og tautaði eitthvað.
Skyndilega kvað við óp, og reiðileg kvenrödd heyrðist hrópa:
„Afsakið, herra minn, en hvað eruð þér eiginlega að gera þarna
niðri?“
„Fyrirgefið, frú min,“ svaraði gamli maðurinn. „Úg er að leita
að karamellu.“
„Karamellu? Nú, hvers vegna leggið þér svona mikið á yður
fyrir eina karamellu?“
„Það er ekki vegna karamellunnar, frú mín góð. Tennurnar
minar eru í henni.“ T. Shane.
GÚM-BJÖRGUNARBÁTUR, SEM BLÆS SIG UPP SJÁLFKRAFA
Höfuðeinkenni þessa gúm-björgunarbáts eru fólgin í sjálfvirk-
um blásturútbúnaði, er byrjar að starfa á sama augabragði og
báturinn snertir sjóinn. Hann er einnig búinn skýli gegn ágjöf
og sól, og gljáandi yfirborðið gerir auðveldara að greina hann.
Ljósker, sem komið er fyrir yfir hlífinni, auðveldar einnig leitar-
starf björgunarskipanna.
Bátnum er komið fyrir á þilfari í plastumbúðum, sem leysa
má í skyndi, og tveir menn geta varpað honum fyrir borð.
Þegar Lundúnasamþykktin frá 1960, um björgun mannslífa á
hafinu, gengur i gildi, mun notkun þessa báts gerð að skyldu.
LlTIÐ LOGSUÐUBLYS.
Handstórt logsuðublys (Microflame) með tveimur litlum þrýsti-
gashylkjum framleiðir fíngerðan loga fyrir nákvæmnisverk.
Eitt súrefnishylki og eitt bwícme-hylki framleiða oddhvassan,
nákvæman loga með 2200 °C hita. Eldsneytið í hylkjunum endist
I 2 klst., og tækið er tilvalið fyrir smásuður, brösun og kveikingu.
Tækið má nota á heimaverkstæðum, fyrir viðgerðarþjónustu,
skartgripasmíði, tannsmíði og aðra starfsemi, þar sem nákvæm
beiting og stjórn logans er nauðsynleg.