Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 24
14
ÚRVAL
við framleiSniárið, tilkynnti
hann, að sérfræðing'ar í starfs-
tilhögun myndu fengnir til hall-
arinnar, og þeir myndu nota
nýjustu rannsóknaraðferðir tii
athugunar á starfsháttum þjón-
ustuliðsins i höllinni.
Svo virðist sem þessi ráðstöf-
un hafi komið þó nokkrum af
embættismönnum hallarinnar á
óvart. Hvernig var til dæmis,
hægt að fylgja hirðmeyjunum
eftir með skeiðkluklcu i hendi,
en skyldustörf þeirra eru m. a.
þau að tína upp vasaldúta drottn-
ingarinnar, svara í símann og'
greiða reikninga (drottningin
ber aldrei á sér peninga).
Fréttastofa hallarinnar hefur
tilkynnt, að aldrei verði skýrt
opinberlega frá árangrinum af
þesari athugun, en sumir, halda,
að hugmyndin hafi lognazt út
af.
Fyrir siðari heimsstyrjöldina
myndu umræður um svo verald-
lega hluti í heimilishaldi hallar-
innar ekki hafa heyrzt. Abyrgð-
ina á breytingu þessari ber að
nokkru fyrrverandi yfirliðþjálfa
i lífverðinum, en um hann er
enn talað með ótta. Er hann
kom aftur í sitt gamla starf eftir
styrjöldina, var hann furðu lost-
inn yfir að fá gömlu launin sín,
um 4 sterlingspund á viku og
gamla lierbergið sitt, 10x6 feta
kytru, upp i mæni.
Hann sótti um inngöngu í
félag' opinberra starfsmanna, en
slíkt hafði eng'an hallarstarfs-
mann látið sig dreyma um. Iiroll-
ur fór um hallarfólkið, en að
lokum gekk allt starfsfólk hall-
arinnar í félagið.
Félagið hefur háð árangurs-
lausa baráttu fyrir bættum að-
búnaði og' launakjörum í sam-
ræmi við þróun nútímans, en
það hefur orðið til þess, að al-
menningur hefur orðið þess var,
að meðal starfsfólks hallarinnar
ríkti óánægja.
Mestur uppsteitur hefur átt
sér stað í hallarhesthúsunum, en
æðsti maðurinn þar er fyrrver-
ofursti, sem væntir skilyrðis-
lausrar hlýðni. Á síðastliðnu ári
sögðu þrír bifreiðarstjórar og
hestasveinar upp starfi sínu
sökum ósamkomulags við ofurst-
ann. Félag opinberra starfs-
manna stendur nú í þjarki vegna
hestasveins, sem rekinn var úr
vistinni fyrir að vilja ekki skipta
um störf með stuttum fyrirvara.
„Ósanngjörn krafa,“ sagði hann,
sem þýddi það, að hann hefði
orðið að vinna 81 klukkustundar
vinnuviku.
Þótt launakjörin séu misjöfn,
eða frá 6 pundum á viku i 12
pund, (miðað við 15 pund í
iðnaðarstörfum), hefur starfs-
lið hallarinnar viss hlunnindi.
Auk vinnuöryggis, lífeyris (svo