Úrval - 01.06.1964, Síða 25
VANDAMÁL í BUCKINGHAMHÖLL
15
framarlega að þeir selji ekki
endurminningar sínar) og eins
árs veikindafrís á launum, fá
þeir það einstaka tækifæri að
dansa viS drottningu eða Filip-
pus prins á jóladansskemmtun
starfsfólksins.
ÆSsti maður starfsliðsins er
Charles Oulton, ráðsmaður hall-
arinnar, en það er æðsta þjóns-
starf í heimi. Meðal skylduverka
hans er að stjórna umferðar-
ljósum fyrir utan veizlusalinn,
og hann gefur einkennisbúnum
yfirþjónum og' undirþjónum fyr-
irskipanir um, hvort þeir eigi
að biða eða ekki og' hvenær þeir
eigi að halda áfram. Einnig sker
hann kalkúnsteikina á jólunum.
Undir hann eru settir tveir
þjónustumenn í gestasalnum, en
þeir þjóna drottningu sérstak-
lega, og sex aðrir hallarþjónar,
allir klæddir bláum einkennis-
búningi. Síðan hafa þessir þjón-
ustumenn aðra þjóna fyrir sig,
klædda rauðum einkennisbún-
ingi, og einkennisklædda burð-
armenn.
Siðan er konunglegur klukku-
trekkjari, sem trekkir 300 klukk-
ur á dag; konunglegur rafvirkja-
meistari, sem sér um viðhald á
50 sjónvarpstækjum, konungleg-
ur silfurvörður, sem sér um
konunglega silfurborðbúnaðinn
og' um að leggja hann á borð
og býr um hann til ferðalaga út
á land, og svo heill her af þjón-
ustustúlkum.
Allt kostar þetta drottninguna
um 518.000 dollara í launa-
greiðslur og 340.000 dollara i
annað heimilishald. Jafnvel þó
að önnur nokkuð drjúg útgjöld
bætist hér við, auk smákostnað-
ar, svo sem 277 dollara árlegra
lárviðarskáldalauna og' 8,40 doll-
ara gjafar til hverra þríbura,
sem fæðast í Bretlandi, er fjár-
hagsleg byrði drottningarinnar
ekki sérlega þung.
Hún á feiknarlegt skartgripa-
safn, mikið frímerkjasafn (um
3 millj. doiiara virði) og mikinn
einkaauð, sem Viktoría drottning
ánafnaði henni, enda er Elísa-
bet drottning II. talin þriðja rík-
asta kona í heimi.
Það kann að vera sannleikan-
um samkvæmt, að hún sé það,
en eigi að siður er heimilishald
Buckinghamhallar „konunglegt
vandamál."
UNNT AÐ RAFHÚÐA PLASTE’FNI.
Fundin hefur verið upp aðferð til þess að rafhúða hluti úr
plasti. Look'ing Ahead.