Úrval - 01.06.1964, Page 26
Sólin sendir jördinni orku. Er aðallega um að ræða rafsegulgeislun.
Jöröin sendir síöan or'ku aftur út í geiminn sem rafsegulbylgjur.
Bylgjulengd geislunarinnar er mœlanleg.Mikill hluti hins innrauða
þáttar rafsegulsrófsins kemst ekki út úr gufuhvolfinu, heldur
safnast sú orka þar fyrir, sem síðan getur breytzt í þá loft-
strauma, sem mynda einn grundvallarþátt þess fyrirbrigðis,
sem kallað er „veður". Orkumagnið er breytilegt og hefur
mælitækjum í veðurathuganahnöttum tekizt að mæla
slíkt. Takist veðurfræðingum að túlka þessar upplýs-
ingar nægilega nákvœmlega, hefur þannig mynd-
azt grundvöllur fyrir veðurspár til langs tíma.
VEÐURSPÁR
með aðstoð ósýnilegra geisla
Eftir dr. Robert Jastrow,
forstjóra Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna.
Á hvern hátt stjórn-
ar sólin gufuhvolfi
jarðar? Einn af mik-
ilvægustu þáttum
g'eimrannsókna
Band'aríkjanna leitast við aS
svara þeirri spurningu og nota
hana sem nokkurs konar stökk-
pall. Ef svar fæst viS henni,
öSlast menn ef til vill skilning
á þeim undirstöSuöflum, sem
orsaka hið mismunandi veður og
veðurfarsbreytingar, og mundi
slíkur skilningur verða til ómet-
anlegs hagræðis fyrir hagkerfi
Bandaríkjanna og annarra ríkja
heimsins.
Nú hefur þegar verið byrjað
á athyglisverðum tilraunum í
viðleitninni til þess að svara
spurningu þessari. Bandaríkin
hafa nú látið skjóta 6 TIROS-
veðurathuganahnöttum á loft á
2V2 ári. Þessir gervihnettir bera
sjónvarpsmyndatökuvélar, sem
senda frá sér skýjamyndir, og
hafa myndir þessar orðið til
þess að endurbæta töluvert veð-
urspár, þar eð þær hafa veitt
veðurathuganastöðvum næstum
stöðugar upplýsingar um veðrið
og breytingar á því um víða ver-
öld. Mjög þýðingarmikið er, að
veðurathuganir nái til alls hnatt-
16
— Scienee Digest —