Úrval - 01.06.1964, Síða 27
VEÐURSPÁR MEÐ AÐSTOÐ .. .
17
arins, vegna þess að veðurspárn-
ar verða miklu áreiðanlegri
eftir þvi sem svæði það stækkar,
sem athugað er.
Enn ná athuganir veðurathug-
anastöðva ekki nærri því til
alls hnattarins, og eru stór svæði
hans, sem lítt eru athuguð. Á
þessum afskekktu svæðum geta
myiHazt stormar og vaxið án
vitundar veðurathuganastöðv-
anna, áður en þeir æða inn
yfir byggð svæði. Þessi af-
skekktu svæði eru t. d. heims-
skautasvæðin, helztu eyðimerkur
og suðurhluti úthafanna. Veður-
athuganir gervihnatta munu
verða veðurfræðingum geysileg
hjálp með þvi að veita þeim
upplýsingar um veður á þessum
auðu svæðum veðurkortanna.
Skýjamyndatökuvélarnar í TIR-
OS-hnöttunum hafa myndað-
fellibylji i fæðingu, áður en
veðurathuganastöðvar á jörðu
niðri höfðu komið auga á þá.
TIROS-gervihnettirinir hafa
einnig að geyma aðra tegund
athuganatækja, en það er mæli-
tæki sem mælir innrauða geisl-
un í gufuhvolfinu (infrared
detector). Tæki þetta hefur ekki
vakið eins mikla athygli og
skýjamyndatökuvélar, en það
kann samt að reynast enn þýð-
ingarmeira, hvað veðurspár til
langs tíma snertir. Þessi tæki
sýna hvernig orkudreifingu í
gufuhvolfinu er háttað.
Hin innrauða geislun hefur
slika geysilega þýðingu, vegna
þess að hún stendur í beinu
sambandi við orkuflutning þann,
sem tengir sólina við gufuhvolf
okkar.
Sólin sendir frá sér mestan
hluta orku sinnar sem rafsegul-
geislun. Geislun sú, sem hver
geislandi hlutur gefur frá sér,
hefur sína vissu bylgjulengd.
Hitastig yfirborðs sólar er um
5160 stig á Celsius, en það sam-
svarar 0.6 micron geislunar
bylgjulengd (Micron er einn
milljónasti úr metra eða um
.00004 þumlungar). Þessi bylgju-
lengd er i miðju hins sýnilega
bluta geislunarstigans. Hin sýni-
lega oi'ka, sem sólin gefur frá
sér, nær til jarðar og smýgur
i gegnum gufuhvolf hennar allt
að yfirborði jarðar án þess að
dofna að nokkru ráði, að því er
virðist. Yfirborðið drekkur i
sig sólarljósið, sem hitar yfir-
borðið upp í 15.5 stig á Celsius
að meðaltali umhverfis hnöttinn.
Hið upphitaða yfirborð geislar
síðan frá sér sem dauflj'sandi
hlutur við þetta hitastig og end-
ursendir orkuna aftur út í geim-
inn sem rafsegulbylgjur.
En geislunin frá yfirborði
jarðar hefur miklu elngri bylgju-
lengd en hið sýnilega Ijós, vegna
þess að hitastig yfirborðs jarð-