Úrval - 01.06.1964, Side 29
VEÐURSPÁR MEfí AfíSTOfí.. .
19
mælinga eingöngu. Hin innrauðu
mælingatæki TIROS-hnattanna
mæla orku þá, sem geislar frá
efsta lagi guí'uhvolfsins. Við vit-
um um magn þeirrar orku, sem
berst frá sólinni eftir að leið-
réttingar hafa verið gerðar
vegna þéttleika og stærð skýja
á hverjum stað, og fást þessar
upplýsingar með aðstoð mæli-
tækja gervihnattanna. Mismunur-
inn á milli geislunar sólargeisl-
anna og geislunar þeirrar, sem
berst aftur út í gufuhvolfið frá
yfirborði jarðar, er raunveru-
leg'a orka sú, sem safnast fyrir
í gufuhvolfinu og þar verður
fyrir hendi, þannig að henni
megi breyta í veðurhreyfingar.
Þessar tvennar rnælingar veita
okkur þannig i sameiningu
undirstöðuupplýsingar þær, sem
þörf er fyrir til þess að spá
niegi fyrir um veðrið og breyt-
ingar á því.
Þetta hefur reynzt mögulegt
i fyrsta sinn vegna söfnunar
upplýsinga frá innrauðu geislun-
armælitækjunum i TlROS-veður-
athuganahnöttum. Takist veður-
fræðingunum að sundurgreina
og' túlka allar þær upplýsingar,
vonast þeir eftir, að þeim muni
nú takast að hefja brátt veður-
spár til lang's tíma í stað þess
að takmarka sig eingöngu við
dag'legar veðurspár.
Upplýsingar þær, sem TIROS-
hnettirnir hafa þannig veitt, eru
geysilega mikilvægar, þegar þær
eru tengdar öðrum upplýsingum,
sem aflað er. Þess vegna eru
Veðurstofa .Bandaríkjanna og'
Goodard-geimflugsmiðstöðin á
vegum NASA (Geimrannsóknar-
ráðs Bandaríkjanna) nú önnum
lcafnar við rannsóknir á því,
hvernig' nota megi upplýsingar
um innrauðu geislunina i sam-
bandi við veðurspár og' veður-
farsleg vandamál í heild. Eðlis-
fræðingar á vegum Gooddard-
geimflugsmiðstöðvarinnar eru að
vinna að þvi að finna aðferðir
til þess að greina og túlka þess-
ar upplýsingar, en slíkt er f'yrsta
skrefið i ýtarlegum athugunum
á tengslum þeim, sem eru milli
innrauðrar geislunar og hreyf-
inga i gufuhvolfinu.
Höfundar þessarar greinar
taka ]iátt í fyrsta þætli þeirra
rannsókna ásamt dr. Aibert Ark-
ing. Verið er að finna upp út-
reikningsaðferðir til þess að
breyta úpplýsingum um inn-
rauðu geisiunina í greinileg
heimskort, sem auðvelt sé að
skilja.
Þótt upplýsingar um hina inn-
rauðu geislun séu einna mikil-
vægastar, hvað grundvaliar-
vandamál veðurfræðinnar snert-
ir, þá er ekki eins auðvelt að
notfæra sér slíkar upplýsingar
og ætla mætti að óreyndu. Nauð-