Úrval - 01.06.1964, Page 35
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
25
var þá frumvaxta ma8ur um
tvítugt, sonur Ingimundar bónda
á Brekku í Núpasveit, sem er
stutt frá Kópaskeri, einn af fimm
bræðrum, sem þar voru þá enn
heima. Hann gekk þegar í þjón-
ustu K.N.Þ. við stofnun þess
og þjónaði þvi lengi með ein-
dæma dyggð, sem siðar mun
að vikið.
Upphaflega voru samtökin
stofnuð sem pöntunarfélag; það
átti þá ekkert hús; þungavörum
var því skipt á ströndinni, eftir
pöntunarlista, og hver hirti sitt,
en smávara flutt heim í skemmu
á Snartarstöðum, og skipt þar
síðar. Þá, og mörg næstu ár,
þurfti að flytja allar vörur milli
skips og lands á árabátum, en
fljótlega var að þvi undið, að
reisa lítið geymsluhús niðri við
höfnina, sem frá náttúrunnar
hendi er mjög ófullkomin.
1907 byggði Guðmundur á
Brekku, bróðir Árna, nýbýli
skammt norðan túns þar, sem
liann nefndi Garð; árið eftir
flutti Árni til hans með sitt
heimili, — og var þá aðeins nær
Kópaskeri. En 1912 byggir hann
sjálfur niðri á Kópaskeri íbúð-
arhús, sem lilaut nafnið Bakki;
þannig hófst þar landnám. Ekki
voru það stór salarkynni á nú-
tíðarmælikvarða. Þó getur mann
undrað, hversu þar komst oft
fyrir margt fólk. Heimilisfólk
var þar oft nokkuð á annan tug,
— og margir ferðamenn fengu
þar hressingu, jafnvel gistingu
i viðlögum. En flestir, sem i
kaupstaðaferðum voru, nutu þó
greiða og gistingar á bæjum
þar ofan við: Snartarstöðum,
Garði og Brekku. Mátti telja þar
standandi gistihús, allar kaup-
tiðir, og oftar þó — með þeim
eina mun, að þar var eklci tekið
gjald fyrir greiða. Umferð varð
þó þarna mikil í sambandi við
verzlunina, því að umdæmi
hennar tók yfir Sléttu, Núpa-
sveit, Axarfjörð, Kelduliverfi
og Hólsfjöll.
Það mun mega teljast sérstakt
lán fyrir félagið, að bera giftu
til þess að festa sér þegar í upp-
hafi þennan ágæta og fágæta
starfsmann. Á meðan það var
pöntunarfélag, var auðvitað ekki
um fast starf að ræða, en af-
greiðsla skipa, upp- og útskip-
un mæddi sameiginlega á þeim
Brekkubræðrum — og ekki stóð
á liðsemd sveitunganna. Sem
sagt þurfti lengi fyrst að skipa
upp á róðrabátum einum, en
líklega nálægt 1910 eignaðist
Sigurður, bróðir Árna, nótabát
með lítilli vél, sem eitthvað mun
hafa verið notaður til uppskip-
unar, a.m.k. í viðlögum. En 1914
fær Árni sér 5 tonna bát, þilj-
aðan, með 8 hestafla Dan-vél.
Slíkur farkostur þykir ekki til-