Úrval - 01.06.1964, Page 37
ÓGLEYMANLEGVfí MAÐUfí
27
þurfurn hjálparsnöggur, í hætt-
um kaldur bæði og djarfur.“
Þó verður hann alltaf minnis-
stæðastur sveitungum sinum i
afgreiðslustarfinu á verzlunar-
staðnum, — enda var jafnaðar-
lega eitthvað það fyrsta, sem
maður sá, þegar þar kom, hýr-
lega, djarflega andlitið á „gamla
manninum,“ eins og hann oft
var nefndur á seinni árum
í gæluskyni — og gjarnan það
siðasta líka, þegar heim var
haldið, — eftir að hann hafði
greitt fyrir hverjum einum, eftir
þvi sem framast stóð í hans
valdi. Þegar hann fluttist til
Kópaskers, varð eðlilega þjón-
usta hans við almenning enn
nánari en áður; eftir það mun
hann um mörg ár liafa afgreitt
menn um allt, sem í hans verka-
hring var, á flestum tímum sól-
arhrings, eftir þeirra þörfum.
Þá var heldur ekki fátítt, að
senda þyrfti unglinga í kaupstað,
sem ekki voru vel sjálfum sér
nógir; stóð þá aldrei á Árna
að binda klyfjar með þeim eða
fyrir þá, og „láta upp á hesta“,.
en síðar að binda á kerrur —
og' loks bíla. Þegar ég kem þarna,
er afgreiðslutími farinn að fær-
ast í það horf, sem annarsstaðar
tiðkaðist. Þó hef ég fyrir satt,
að hann hafi aldrei alla sina
iöngu starfsævi neitað neinum
um þá afgreiðslu, sem i hans
valdi stóð. Oft undraðist ég þá
— að þvi er virtist takmarka-
lausa Jmlinmæði, þegar allir
þurftu að rellast við hann: Einn
vantaði spotta, annan poka,
þriðji þurfti að f’á eitthvað sent,
að sér eða frá, fjórði að koma
skilaboðum — o.s.frv. — alla
daga. Oftast svaraði hann eitt-
hvað sem svo: „yEtli verði eklci
einhver ráð með það!,‘ Aldrei
varð ég þess var, lengi fram
eftir árum, að hann skrifaði
neitt i sambandi við slíkt kvabb,
en fátítt held ég verið hafi, að
nokkuð gleymdist. Þessu trausta
minni hélt hann fram á elliár;
en þegar hann fann það eitt-
hvað dofna, fór hann að krota
eitthvað hjá sér — því að ekki
kunni hann því, að ekki stæð-
ist hvert vilyrði sem eiður hefði
verið. Auk þess hafði hann auga
með ferðamönnum, sem komu og
fóru; kom það sér oft vel. Veit
ég' fyrir víst um eitt mannslíf,
sem bjargaðist fyrir það, að
Árni fór í símann, sem þá var
nýkominn í gagnið, og spurði
eftir, hvort fram væri kominn
maður, sem hann varð var við,
að gekk af stað í vafasömu á-
standi. Þegar það reyndist ekki
vera, dreif hann upp í skyndi
fjölmenna leit, sem bar giftu-
samlega árangur, vegna þess að
skjótt var við brugðið, fyrir ár-
vekni Árna. Tæpt stóð þó, þvi