Úrval - 01.06.1964, Síða 42
MATARÆDI
LYKILL AÐ HEILSU ÞINNI
Ekki er til neinn töfrasproti, sem veitt geti
góða heilsu. Segja mú þó, að heilsan sé fyrst
og fremst komin undir tveim þáttum: brott-
flutningi úrgangs úr líffærakerfinu og end-
urnýjun líkamsvefja með hjálp heilsusam-
legs mataræðis.
Eftir Alfred le Huray, M.D.
EGAR einstaklingur
gerir sér grein fyrir
því, eftir að hafa
náð fullorðinsaldri,
hversu mikilvægt
heilsusamlegt mataræði og heil-
hrigt lífsviðhorf er hverjum
manni, má segja, að hann sé í
sömu aðstöðu og maður, sem
kaupir hús, sem áður hefur ver-
ið búið í eða er a.m.k. fullsmíð-
að og tilbúið til búsetu. í báðum
tilfellum hefur grundvöllurinn
þegar þegar verið lagður og
litið meira er hægt að gera í
málinu. Gott hús, sem standast
á tímans tönn, verður auðvitað
að hafa góðan grunn. En þótt
svo sé jafnvel ekki, er furðu-
legt, hverju er samt hægt að
áorka með hjálp viðgerða og
endurbóta, jafnvel þótt um frem-
ur lélegt hús sé að ræða, ef úr-
valsefni eru notuð á réttan hátt.
Hið sama gildir um mannlegan
líkama. Yfirleitt má segja, að
einstaklingur með lélegan lík-
ama og slæma heilsu, sem hann
hefur annað hvort tekið að erfð-
um eða rekja má til fávísi eða
hirðuleysis foreldra hans eða
annarra, sem ábyrgð báru á
uppvexti hans, geti varla von-
azt til þess, að líkami hans og
heilsa verði fullkomin eða næst-
um fullkomin, þegar hann nær
32
Health for All —