Úrval - 01.06.1964, Síða 44
34
ÚRVAL
bragði virðist vera rnjög þýð-
ingarmikiS, geti riðið baggamun
inn og dregið mörkin milli
heilsu og sjúkdóma.
Egg'jahvituefnin eru þýðingar-
mikil. Það er ekki fyrr en á
síðustu árum, að menn hafa að
fullu gert sér grein fyrir hinni
miklu þýðingu þeirra. Eggja-
hvituefni eru nauðsynlegur hluti
sérhverrar frumu og' sérhvers
vefs iíkamans. Um 4/5 hlutar
alls fasts efnis í vöðvum er
eggjahvítuefni. Án þess myndu
vefir smám saman svelta til
bana, jafnvel þótt gnægð væri
fyrir hendi af kolvetnum og
fitu.
Stundum kann að vera nauð-
synlegt að takmarka eggjalivítu-
efnaneyzlu, þegar reynt er að
lækna sjúkdóma með hjálp mat-
aræðis, en þú er a&eins um
brd&abirgðaráðstöfun að ræða.
En eigi menn að njóta hinnar
beztu heilsu, er nægileg neyzla
eggjahvítuefna nauðsynleg. Ekki
getur orðið um neina endur-
nýjun eða viðhald líkamsvefja
að ræða án nægilegra eggjahvítu-
efna.
Viturlegt er að neyta marg-
víslegra eggjahvítuefna, til þess
að eggjahvítuefnin komi að sem
mestu gagni i mataræðinu. Með
þessu er átt við, að neyta skuli
fleiri en einnar tegundar eggja-
hvítuefna í sömu máltíð.
Líkaminn inniheldur eða geym-
ir meira af fitu en kolvetnum
eða málmum og steinefnum, en
samt eru kolvetnin mjög þýð-
ingarmikil til viðhalds líkaman-
unr, þar sem þau eru aðalupp-
spretta okkai', hvað hita og orku
snertir. Ef um of litla neyzlu
þeirra er að ræða, mun líkaminn
fullnægja liita- og orkuþörf
sinni með hjálp eggjahvítuefna
þeirra, sem neytt er, og þannig
hefur líkaminn ekki nægileg'
eggjahvituefni til uppbyggingar
og endurnýjunar. En skynsamt
fólk gætir þess, að það fái nægi-
leg kolvetni ásamt málmum og
steinefnum, bætiefnum og öðrum
efnasamböndum, sem fyrir hendi
eru i náttúrlegri, ómengaðri
fæðu, en ekki með neyzlu full-
unnins sykurs og sterkju, sem
rænd hafa verið sumum af sín-
um beztu efnum.
Nauðsyn er að öðlast rétt mat
á gildi hinna ýmsu fæðutegunda.
Við megum ekki einblína á þýð-
ingu einhverrar sérstakrar fæðu-
tegundar, hvort sem um er að
ræða eggjahvítuefni, kolvetni,
fitu, málma og steinefna eða
bætiefni. Við þurfum allra þess-
ara efna með.
Mikil neyzla fitu virðist vera
eðlilegur, £ða kannske öllu frem-
ur venjulegur, fylgifiskur vel-
gengninnar. Magn það af fitu
og fæðutegundum, sem innihalda