Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 50
40
ÚRVAL
og þið eruð ávallt -velkomnir.
Finnst ykkur þaS ekki betra en
gatan?“
Allir drengirnir kinkuSu kolli
nema einn. Carluciello sneri sér
undan. Faðir Borelli skipti sér
ekki af honum. tók tvö skref
með Nino i fanginu og sneri
á brott.
„Núna ætla ég að fara á stað-
inn, sem ég minntist á,“ sagði
hann, „og ég tek Nino með mér.
Ég ætla að kalla á lækni til hans
og fá handa honum lyf. ÞiS get-
ið verið kyrrir hér eða komið
líka. ÞiS ráðið þvi.“
Faðir Borelli leit ekki við.
Hann hafði mikinn hjartslátt,
er hann fór út úr hliðargötunni
og gekk eftir strætinu. Hann
hlustaði vel eftir fótataki.
Við fyrstu gatnamótin, sem
faðir Borelli kom að, laumað-
ist hann til að lita yfir öxl sér
til baka. Um 25 metra á eftir
honum komu drengirnir hljóð-
lega. Jafnvel Carluciello var þar
um 10 metrum á eftir hinum
drengjunum.
Þegar drengirnir komu að
byggingunni, gengu þeir inn
einn í einu, litu í kringum sig
og fullvissuðu sig um, að stað-
urinn væri öruggur. Þeir sett-
ust niður og fóru að ræða saman.
Síðan sofnuðu þeir. Þeir fóru
næsta morgun. Þegar þeir komu
aftur um kvöldið, höfðu þeir
aðra drengi með sér. Nokkrum
dögum síðar, en þá voru þeir vel
þvegnir og saddir, smiðuðu þeir
rúm, hreinsuðu veggina og settu
upp skilrúm fyrir borðsal.
Einn daginn kom ung, ensk
stúlka og matreiddi. Aðrir sjálf-
boðaliðar komu reglulega til að
hjálpa báðum prestunum. Og
sumarið á eftir lögðu amerískir
stúdentar i sumarfríi fram
tveggja vikna vinnu við ýmis
konar störf í húsinu.
Föður Borelli tókst að útvega
sumum eldri drengjanna vinnu,
en brátt kom í ljós, að kirkju-
byggingin yrði fljótlega of lít-
il fyrir alla þá, sem þörfnuð-
ust aðstoðar. Svo faðir Borelli
lagði af stað í fjáröflunarferð.
Af sölu bókarinnar „Börn sólar-
innar“ eftir Morris West, sem
byggð var á reynslu föður Bor-
ellis, varð talsverður ágóði, og
góðar gjafir bárust.
Faðir Borelli keypti siðan
landspildu nærri útjaðri Napólí
og hófst handa um að byggja
þar hús. Brátt verður komið
þarna upp þorp án opinberra
afskipta. Faðir Borelli hefur
hafnað aðstoð frá ríkinú.
„Opinber hjálp hefur í för
með sér opinber afskipti,“ segir
hann, „og þá yrðu drengirnir
ekki frjálsir lengur. Mig dreym-
ir um að sjá þá sjálfa skipu-
legga og stjórna málum sínum