Úrval - 01.06.1964, Page 54
44
ÚRVAL
Þessi mynd sýnir stærSarhlutföll Marz
annars vegar og jarðarinnar og tungls-
ins hins vegar. Þvermál Marz er dá-
litið meira en helmingur af þvermáli
jarðarinnar, en tvöfalt meira en þver-
mál tunglsins. Þyngdarafiið á Marz er
svo lítið, að maður, sem vegur 100
kg hér á jörðu, vægi aðeins 38 kg, ef
hann væri staddur á Marz.
ur — og hitamunur sumars og
vetrar umhverfis hjarnskautin
— er stórum mun meiri á Marz
en hér hjá okkur.
Marz hefur gufuhvolf; það lief-
ur fengizt sannað á ýmsan hátt.
Það er einnig vitað, að það nær
100 km út frá plánetunni, og' að
loftþrýstingurinn á yfirborð
hennar nemur 65 mm kvikasilf-
urs, það er að segja tæplega tí-
unda hluta loftþrýstings á yfir-
borð jarðar; talsvert minni en
hæst á Everest.
Sannazt liefur, að kolsýrumagn
er mun meira i gufuhvolfi Marz
en gufuhvolfi jarðar. Ekki hef-
ur tekizt að finna þar súrefni
eða gufu; þó að ekki fyrirfynd-
ist þar nema þúsundasti hluti
þess, samanborið við magn þess
í gufuhvolfi jarðar, niundi hafa
tekizt að sanna tilvist þess. Það
getur þvi ekki verið um að ræða
mikla vatnsgufu í gufuhvolfinu
umhverfis Marz, og má því telja
víst, að þurrt sé á þessari grann-
piánetu okkar. Hlýtur gufuhvolf-
ið því að vera að mestu leyti
samsett úr köfnunarefni — eins
og gufuhvolf jarðar.
Árið 1926 var hitastigið á ýmsum stöð-
um á Marz mælt nákvæmlega, og eru
hér sýnd hin ýmsu hitastig. Á dökku
svæðunum umhverfis miðbaug Marz
getur hitastigið komizt upp í 30 gráður,
en yfirleitt er loftslagið á jörðunni
miklu mildara en á Marz.