Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 63
SJÁLFSSTJÓRN ER SANNKÖLLUÐ LIST
53
sitt eigið sjónarmið. Telji hann
nauðsynlegt að reyna að fá fund-
armenn á sitt mál, gerir liann sér
grein fyrir hugsanlegum mót-
bárum og setur fram sitt sjónar-
mið eins ljóst og skynsamlega
og hann getur. Sökum þjálfaðr-
ar framsýni sinnar, er Thayer
aldrei í taugaæsingi þegar hann
mætir á ráðstefnum og er aldrei
gramt i geði, þegar hann kemur
af þeim. Samstarfsmaður hans
einn segir, að hann sé „rólynd-
asti forstjóri, sem ég hef kynnzt,“
Að vera í andlegu jafnvægi
hefur áhrif á velliðan vora i
fleira en einu tilliti. Læknar
eru að komast að raun um að
það, hvernig oss tekst að hafa
taumhald á oss þegar á bjátar,
hefur meiri áhrif á heilsuna en
nokkurn grunaði fyrir aðeins fá-
um árum. Niðurstöður þeirra
hafa opnað nýtt svið í læknis-
fræðinni. Dr. Hans Seyle i Kan-
ada, sem er sérfræðingur í á-
hrifum erfiðleika og hugaræs-
ings á heilsuna, hefur fundið að
birgðir likamans af hvötum
(hormónum) — þessum ofur-
litlu gangstillum, sem aðlaga oss
breytilegu álagi — geta haft á-
hrif á heilsuna. Ef vér komumst
iðulega í æsing út af smávægi-
legum atvikum, verður offram-
leiðsla á vissum hvötum. Dr.
Seyle hefur fundið að ýmsir
sjúkdómar, svo sem liðagigt,
kunna að standa í sambandi
við slíka offramleiðslu. „Við
erum rétt að byrja að koma auga
á, að ýmsir algengir sjúkdómar
eiga miklu fremur rót sína að
rekja til rangra viðbragða gegn
andlegu og líkamlegu álagi, held-
ur en til beinna skemmda af
„völdum sýkla, eiturs eða annara
ytri orsaka,“ segir Dr. Seyle.
En af öllum þeim hagnaði,
sem hæfileikinn til að lialda
andlegu jafnvægi, veitir oss, er
mest um vert samræmiff i lynd-
iseinkunn vorri. Er vér þjálfum
oss í hispursleysi, i að gera tím-
ann og kímnina að bandamönn-
um vorum, að sjá fram í tím-
ann og vera viðbúnir, að íhuga
afstöðu annarra, þá getum vér
fyrst með opnum augum og
glöggum huga hafið gönguna á
móti hverju því, sem að hönd-
um ber í lífinu, talað og starfað
af ráðnum huga, og verið full-
komlega vér sjálf. Þá erum vér
á leið til þeirrar hugarrósemi,
sem því fylgir þegar hugur og
andi lúta stjórn vorri. Séu slik-
ir lífshættir ekki hamingjan sjálf,
þá er hún áreiðanlega alveg á
næstu grösum.