Úrval - 01.06.1964, Page 65
ÞUNGLYNDI
sér við smávægilegustu atvik.
Einnig er mat á sliku komið und-
ir þvi, á hvaða stigi þunglynd-
iskenndin er. Þegar him verður
að vonleysi, sem nær algerum
tökum á lifi einstakiingsins og
rænir hann ánægjunni af öllu,
sem venjulega hefur fallið hon-
um vel i geð, þá er ekki lengur
um eðtilega kennd að ræða.
Annað, sem bent getur til þess,
að þunglyndiskennd sé orðin að
sjúkdómi er svefnleysi, minnk-
andi matarlyst, sjúklegar áhyggj-
ur vegna líkamskvilla, minnk-
andi orka og áhugi og getuleysi
til þess að einbeita sér og muna
rétt.
Ýmis afbrigði eru til af þung-
tyndi á sjúklegu stigi. Algeng-
ast er, að um sé að ræða dapur-
teika, sem venjulegt fólk getur
skilið, en er samt á svo háu stigi,
að hann dregur úr starfsgetu
og iífsnautn. Slíkt sálarástand
er kallað þunglyndi á lágu stigi
og er einn þeirra geðsjúkdóma,
sem eru geðtaugakvilli (neuros-
es)-
TILHNEIGINGAR TIL SJÁLFS-
MORÐS
Hjá flestum getur þróazt slík-
ur sjúkdómur, en í sumum til-
feltum getur verið um mjög al-
varlegt ástand að ræða. Er þá
um „psychosis depressiva“ (fá-
læti, þunglyndi á háu stigi) að
oo
ræða, og er slíkt miklu fátíðara
en þunglyndi á lágu stigi, er áð-
ur hefur verið lýst. Þá er um
að ræða slíka dapurleikakennd,
að mynd sú, sem einstaklingur-
inn gerir sér af raunveruleikan-
um, brenglast verulega. Álit hans
og skoðanir eru oft þess eðlis,
að augsýnilega er um ímyndun
að ræða. Hann dregur sig alveg
í hlé frá heimi raunveruleikans,
ef til vill verður hann gripinn
sljóleika eða æsingu eða gerist
sannfærður um, að hann sé alls
góðs ómaklegur og hafi framið
hræðilegar misgerðir. Hann glat-
ar allri von, og það getur jafn-
vel farið svo, að hann neiti al-
gerlega að leita lækninga. Við
slíkar aðstæður kann hugsunin
um sjálfsmorð að fæðast.
Nú á dögum eru lækningar
við þunglyndiskennd mjög ár-
angursríkar, og auðvelt er að
fá slíka læknishjálp. Hver sá,
sem þjáist af slíkum sjúkdómi,
ætti því að leita sér lækninga
hið allra fyrsta. Þá er oft hægt
að koma i veg fyrir harmleik
sjálfmorðsins. En þar eð svo al-
gengt er, að fólk finni stund-
um til þunglyndis og leiða, hve-
nær er þá þvi marki náð, að
nauðsynlegt reynist að leita
læknishjálpar?
Eitt bezta leiðarljósið i því
efni er ef til vill prófun pess,
hvort dægrastyttingar og skemmt-