Úrval - 01.06.1964, Page 67
ÞUNGLYNDl
57
sjá svo um, að' sjúklingurinn fari
í sjúkrahús eða komi þangað
daglega til athugunar. Kostir
slíks eru þeir, að þá er hægt að
framkvæma lækningaaðgerðirn-
ar á rækilegri og hnitmiðaðri
hátt og auðveldara að fylgjast
vel með mataræði og svefni
sjúklingsins. Einnig losnar sjúkl-
ingurinn þá stundum undan á-
hrifum, sem kunna að hafa vald-
ið honum erfiðleikum og óróa,
og einnig er um það að ræða,
að ættingjar hans geta þá fengið
nauðsynlega hvíld, þar eð þeir
þurfa ekki að hjúkra sjúklingn-
um um tíma.
Á þessu sviði elur fólk einnig
oft með sér rangar hugmyndir.
Það álítur, að fari einhver í
sjúkrahús vegna taugasjúkdóma,
sé hann úrskurðaður geðveikur
eða læstur inni með óðu fólki.
Sjúklingar, sem þjást af þung-
lyndi, geta nú farið í sjúkrahús
án nokkurs konar formsatriða,
þ. e. á svipaðan hátt og ætti
að skera þá upp við botnlanga-
bólgu. Þar að auki var slíkur
úrskurður afnuminn með geð-
heilsulögunum frá 1959. (Átt er
við England. Þýð.). Sé sjúkl-
ingi ráðlagt að fara í sjúkrahús,
er oft um að ræða almennt
sjúkrahús, en sé mælt með tauga-
sjúkdómahæli, geta sjúklingar
og ættingjar þeirra verið þess
fullvissir, að umhverfið mun
ekki verða ógeðfellt og allt mun
verða gert til hjálpar á allan
hátt.
Annar algengur misskilning-
ur er þess efnis, að „taugasjúk-
dóm“ sé ekki hægt að lækna.
Slík skoðun er auðvitað byggð
á algerum misskilningi. Það er
t. d. einna auðveldast að lækna
þunglyndi.
Vissar tegundir þunglyndis
koma fram á vissum tímabilum
og meðal vissra hópa einstakl-
inga. Sjúklegt þunglyndi er t. d.
mjög sjaldgæft meðal barna,
þótt ung börn geti auðveldlega
orðið hrygg af litlu tilefni. Slíkt
stendur þó yfirleitt aðeins í
stuttan tíma, og röskun tilfinn-
ingalegs eðlis virðist yfirleitt
vera tjáð með hegðunarvanda-
málum, svo sem á þann hátt,
að barnið vætir rúmið eða neit-
ar að fara í skóla.
Unglingsárin eru óróatímabil
á sviði tilfinningalifsins, eink-
um hvað stúlkur snertir, og al-
gengt er, að á fyrstu unglings-
árunum séu unglingarnir mjög
viðkvæmir og fyllist gjarnan
leiða og dapurleikakennd. Þeir
jafna sig þó venjulega smám
saman, en samt eru skilningur
og samúð hinna fullorðnu mjög
þýðingarmikil. Að vísu getur
sjúklegt þunglyndi komið fyrir
í þessum aldursflokki, en samt
er það frábrugðið því, sem þjáir