Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 68
58
ÚRVAL
fullorðið fólk, og' einnig er það
oft tjáð sem hegðunarvandamál.
Annar er sá aldurshópur, dá-
litlu eldri, sem hætt er við, að
vcrði gripinn sjúklegu þung-
lyndi. Er þar átt við nemendur
æðri menntastofnana, t. d. há-
skóla. Athygli almennings er
mjög beint að þessu vandamáli,
þegar háskólastúdent fremur
sjálfsmorð. Slíkt kemur að vísu
ckki oft fyrir, en slík tilfelli
eru sérstaklega sorgleg vegna
þess, að yfirleitt hefði verið
hægt að koma í veg fyrir þau.
Ýmsar ástæður eru fyrir því,
að nemendur verði gripnir sjúk
legu þunglyndi. Ekki er lengur
um að ræða aðhald og þekkt
umhverfi mennta- og gagnfræða-
skólanna. Umhverfið er fram-
andi. Oft er heimilið langt í
burtu. Þess er krafizt þar af
háskólastúdentinum, að hann
taki sjálfstæðar ákvarðanir,
standi á eigin fótum. Hann nýtur
ekki lengur stöðugrar hand-
leiðslu. Samkeppnin liefur auk-
izt, og hann grípur sú kennd,
að haröur heimur raunveruleik-
ans bíði á næsta leiti með aukn-
ar kröfur á hendur honum.
Vegna alls þessa hefur þörfin
fyrir heilsugæzlu nemenda æðri
skóla aukizt.
Tímabil meðgöngu og barns-
burðar líkist unglingsárunum
að því leyti, að þá breytist starf-
semi kirtla og hvata (hormóna)
líkamans mjög mikið. Því vill
einnig verða röskun i tilfinn-
ingalífi hinnar verðandi og nýju
móður. Þunguð kona er mjög
viðkvæm og er miklu næmari,
hvað allar tilfinningar og kennd-
ir snertir, einnig þunglyndis-
kenndina. Ekki er sjúklegt þung-
lyndi algengt á meðgöngutíman-
um, en það kann að koma fram,
eftir að barnið er fætt, einkum
ef um frumburð er að ræða. í
viðbót við breytingu á starfsemi
hvata (hormóna), sem fylgir í
kjölfar þess, að endir er bund-
inn á þungun með fæðingu
barnsins og það tímabil hefst,
er móðiriu hefur barnið á
brjósti, er einnig uin að ræða
hina nýju og framandi ábyrgðar-
kennd vegna nýs lífs. Einnig
er þá oft um að ræða önnur
vandamál, svo sem skort á næg-
um svefni. En með læknismeð-
ferð og aðstoð heppnast venju-
lega að binda endi á þessa rösk-
un.
VIÐKVÆMAR KONUR
Einnig verður mikil breyting
á kirtlastarfsemi kvenna á tíða-
brigðatímabilinu. Viðkvæmni <og
skapstirfni er þá algeng, og oft
verður vart þunglyndis (uin-
brigðaþunglyndi). Einnig er hér
enn á ný um aðlögunartímabil
að ræða, og verður konan nú að