Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 71
TÍU FURÐUVERK NÚTÍMANS
HiS raunverulega undur í
þessu sambandi er að mínu áliti
það, hvílika furðuheima þessi
tákn hafa opnað mönnum síð-
astliðin hundrað ár og' hvilíka
ófyrirsegjanlega undraheima þau
eiga eftir að opna enn öðrum.
Maxwell voru þau lausnin á
þeirri gátu, með hvaða hætti
ljós og önnur orka bærist, og
gerðu honum kleift að sjá það
fyrir, að rafsegulbylgjurnar yrðu
uppgötvaðar.
Árið 1884 færði Heinrich
Hertz fram sönnur fyrir því,
að slíkar bylgjur fyrirfyndust.
Þessar jöfnur urðu Marconi lyk-
illinn að þráðlausu fjarskiptun-
um, öðrum urðu þær lykillinn að
sjónvarpstækninni, ratsjánni,
örbylgjum og innrauðri fjar-
skiptatækni, orkumögnurum —
örbylgjumagnaranum og ljós-
magnaranum, og enn óreyndum
aðferðum til að knýja geimför.
Þessar furðulegu bylgjur eru
til staðar i tóminu, þar sem ekk-
ert annað fyrirfinnst og geta þvi
borið orðsendingar og boð frá
mönnum út í geiminn. Þær fyrir-
finnast í líkama mannsins; þær
eru líforkugjafi hjarta og tauga.
Meira að segja sjálf hugsunin
byggist á rafsegulbylgjuvirkni i
heilanum.
Öll sú eðlisfræðilega þekk-
ing á umlieiminum, sem vísinda-
menn á okkar tið hafa tileink-
01
að sér, byggist á kenningunni
um rafsegulbylgjurnar, eins og
hún er túlkuð í Maxwell-jöfnun-
um.
2. SMÁSJÁIN, SEM STÆIŒAR
200,000-FALT
Dr. Vladimir K. Zworijkin, einn
þeirra bandarísku visindamanna,
sem mest hafa unnið að full-
komnun rafeindasmásjárinnar.
Svo er ýmsum brautryðjendum
fyrir að þakka, eins og dr. Ernst
Ruska í Þýzkalandi og dr. Jam-
es Hillier, núverandi forstjóra
RCA tilraunastofnunarinnar í
Bandaríkjunum, að rafeindasmá-
sjáin er sennilega orðin mönn-
um mikilvirkasta hjálpartækið
varðandi leitina að sjúkdóms-
völdum þeim, sem ásækja mann-
kynið, og alla rannsókn á þeim.
Það var árið 1937, sem þeir
dr. Hillier, þá í Brantford í
Ontario, og Albert Prebus í Ed-
monton, unnu að viðfang'sefni,
sem E.F. Burton, yfirmaður eðl-
isfræðideildarinnar við háskól-
ann í Toronto, átti hugmynd að,
og tókst að gera fyrstu rafeinda-
smásjána, sem getur nú stækkað
200,000-falt. Þær smásjár, sem
áður tíðkuðust, gátu stækkað
mest 2,000-falt.
Með aðstoð rafeindasmásjár-
innar hefur okkur nú tekizt að
afla okkur þekkingar á áður ó-
séðum veirum, á frumeindabygg-