Úrval - 01.06.1964, Side 75
TÍU FURÐUVERK NÚTÍMANS
menn af ýmsum þjóðum smíði
enn tröllauknari tækja.
5. LJÓSMAGNARINN — SAM-
ORKA LJÓSSTÖFUN
Dr. C. Guy Suits, rannsóknar-
stjóri við Gen. Electric Co.:
Ljósmagnarinn, hin tiltölu-
lega nýja vísindalega uppgötvun,
getur reynzt byltingarkenndasta
aðferð, sem fundin hefur verið
upp, hvað það snertir að nota
ljós í sambandi við fjarskipti.
Ljósmagnarinn — á ensku „las-
er“, samsett skammstöfun: light
ainplification by the stimulated
emission and radiation", sem e.
t.v. mætti kalla, „ljósmögnun
fyrir örvaða geislun“ — fram-
leiðir áður óþekkt ljós, sem
kallast samorka ljósstöfun.
Yenjulegri ljósgeislun mætti
líkja við hóp kátra skólastráka,
sem ryðjast i allar áttir út á leik-
völlinn, þegar kennslustund lýk-
ur, en samorka ljósstöfun við
þjálfaða herfylkingu, sem
þrammar fram, taktföstum, af-
mörkuðum skrefum.
Þessari samorka Ijósstöfun
svipar að vissu leyti til rafsegul-
bylgjanna, sem við notum í sam-
bandi við útvarp og sjónvarp.
Þó er þar einn mikilvægur og
merkilegur munur á. Vegna hinn-
ar geysiháu bylgjutíðni geislans
frá magnarannm, er ekki ólík-
legt, að senda megi tugþúsund-
65
falt flutningsefni með einum
geisla, samanborið við það, sem
unnt er að senda eftir einni
radiórás. Vísindamenn láta svo
uin mælt, að einn ljósmagnara-
geisli gæti flutt allar útvarps- og
sjónvarpsdagskrár frá öllum
stöðvum, sem nú eru starfandi í
heiminum.
6. TRANSISTÓRINN — DVERG-
URINN MED TRÖLLA-
KRAFTANA
Jack A. Morton, varaforstjóri til-
raunastofnunar Bell símtækjafé-
lagsins:
Nú eru liðin fjórtán ár, síðan
Bell-verksmiðjurnar skýrðu frá
því, að transistorinn væri upp-
fundinn. Uppfinningamennirnir
voru sæmdir nóbelsverðlaunun-
um, og transistorinn hefur hlot-
ið nafnið „hinn tröllaukni dverg-
ur rafeindaaldarinnar“.
Transistorinn er örlítið tæki,
sem vekur, stillir og magnar
rafbylgjumerki, en er mun minni,
þarf minni straum og er ábyggi-
legri heldur en venjulegur radíó-
lampi.
Transistorarnir gegna nú mik-
ilvægu hlutverki í margs konar
rafeindakerfum, þeim, sem not-
uð eru i þágu viðskipta, i sam-
bandi við hernaðarlega tækni
og iðnað, —- í gervihnöttum,
geimflaugum, sjálfvirkum sima-
tækjum og rafeindaheilum. Sök-