Úrval - 01.06.1964, Side 77
TÍU FURÐUVERK NÚTÍMANS
67
þeim, sem kallast „Minuteman“,
er rafeindaheilinn sjálfur um
borð, reiknar út stefnuna og
stjórnar orkuútstreyminu.
í slíku starfi gegnir rafeinda-
heilinn í raun réttri ákvörðunar-
hlutverki mannsins. Sem útvikk-
un þess hlutverks vinna raf-
eindaheilasmiðir nú að gerð
heila, er geti hert. Sá rafeinda-
heili yrði þá eins konar nem-
andi, sem þroskaðist smám sam-
an til fyllri „skilnings" á við-
fangsefnunum og ykist að hæfni
og getu með aldrinum.
Gert er ráð fyrir, að þess verði
ekki langt að bíða, að rafeinda-
heilarnir geti lært nægilega mik-
ið til þess, að þeir verði færir
um að lesa skrift sjálfvirkt,
stjórna stórborgarumferð og
semja veðurspár, eftir að hafa
athugað skýjamyndir, teknar af
veðurathuganahnöttum. Furðu-
legast afrek rafeindaheila verð-
ur þó þýðing á ensku af öðrum
tungumálum — starf, sem sál-
fræðingar álita, að geri hvað
mestar kröfur til hugsunarþjálf-
unar.
8. RAFEINDIR — LÍFSVON
SJÚKRA
Adrian Kantrowitz, doktor í
læknisfræði, yfirlæknir við
hjartaskurðaðger&ir, Maimonid-
es-sjúkrahúsinu í Brooklyn og
aðstoðarprófessor í skurðlækn-
ingum við læknifræðideild
fylkisháskólans í New York:
Lifrafeindafræðin hefur þró-
azt mjög ört að undanförnu, sam-
stíga geimaldartækninni. Lækn-
ingamáttur rafeinda er i þvi
fólginn, að þær eru látnar taka
að sér stjórn á vöðvum eða líf-
færum, sem ekki geta starfað
eðlilega að öðrum kosti.
Ef starfsemi hjartans lamast,
hjartslátturinn truflast eða stöðv-
ast um hríð, getur það þá og
þegar haft dauðann í för með
sér, takist ekki að ráða bót á
því. Slíkum sjúklingum er nú
búin ný lífsvon fyrir rafeinda-
hjartavöðvaræsi, sem stjórnað
getur reglubundnum og örugg-
um hjartslætti.
í samvinnu við tæknifræðinga
hjá General Electric hafa sér-
fræðingar við Maimonides-
sjúkrahúsið smíðað rafeinda-
vöðvaræsi, sem komið er fyrir
innan undir hörundinu i kviðar-
holinu.
Stöðug mögnun, sem berst um
rafeindaskaut örfínna vírþráða,
sem komið er fyrir djúpt í sjálf-
um hjartavöðvunum, getur síð-
an viðhaldið öruggum hjart-
slætti. Álitið er, að ekki þurfi
að endurnýja rafhlöðurnar nema
á fimm ára fresti. Okkar eigin
sérfræðingar og aðrir sérfræð-
ingar á þessu sviði gera sér
vonir um, að þeim takist með