Úrval - 01.06.1964, Page 80
Ur þróunarsögu
siglingafræðinnar
Á 6000—8000 árum hefur siglingafræffin þróazt frá þvi
aff uera list í aff vera nærri hrein visindi. Og nú bíffur
allur himingeimurinn lokkandi komu geimsiglingafræff-
inganna.
Eftir Ólaf V. Sigurðsson.
IGLINGAFRÆÐIN
.'hóf göngu sína mcð
fyrstu mönnunum.
Ein fyrsta athöfnin,
sem maðurinn hef-
ur gert að yfirlögðu ráði, hefur
verið að setja stefnu og halda
að einhverjum hlut, sem hann
hefur komið auga á, og á þann
hátt hefur fyrsta siglingafræðin
verið framkvæmd á landi.
Maðurinn hefur fyrst árætt
að voga sér út á vötnin, eftir
að hann tók eftir því, að sumir
hlutir fljóta. Vegna forvitni eða
sjálfsbjargarviðleitni hefur hann
tekið eftir þvi, að stór hlutur,
svo sem trjábolur gat borið
hann uppi. Þegar maðurinn
reynir síðan að stjórna floti
sínu, þá hefst siglingafræðin á
vötnunum. Mikið seinna kemur
loftsiglingafræðin, og nú síðustu
ár geimsiglingafræði.
Fyrsta siglingafræðin hefur
verið strandsigling, sem hefst
þegar maðurinn fer að þekkja
ýmis kennileiti og nota sér þau
til leiðsagnar. Iiafsigling hefst
þegar maðurinn fer að áætla
hvar hann muni verða eftir á-
kveðinn tíma, eða þegar hann
af áræði sínu fer það langt á
haf út, að hann missir sjónar á
kennileitum. Himinhnattsigling
í þeirri mynd, sem hún þekkist
í dag þurfti að bíða þess tima,
að fyrir hendi væru upplýsing-
ar um hreyfingu himinhnatt-
anna, en þó voru himinhnett-
70
— Víkingur —