Úrval - 01.06.1964, Page 81
ÚR ÞRÓUNARSÖGIT SIGLINGAFRÆÐINNAR
71
irnir notaðir, til að stýra eftir
frá fyrstu tíð. Rafmagnssigling-
ar er nútima aðferð við að beita
óskyldri orku, til að leysa gam-
alt vandamál, og liggur nota-
gildið fyrst og fremst í því, að
víkka notagildi strandsigling-
anna sem lengst út frá strönd-
inni. Tregðusiglingin er notkun
á einu af frumlögmálum tilver-
unnar, tregðulögmálinu, til að
mæla hverja minnstu hreyfingu,
sem hlutur verður fyrir, og í
hvaða átt, sem sú hreyfing verð-
ur. Tregðusiglingin gerir kleift
að sigla kafbát i kafi í kring-
um jörðina, og koma upp á yfir-
borðið aftur, þannig að ekki
muni nema nokkrum metrum.
Ennfremur gerir tregðusigling-
in kleift að sig'la um geiminn
og til annarra liiminhnatta.
Frú list til vísinda. — Sig'l-
ingafræði felur í sér að stjórna
siglingu farartækis frá einum
stað til annars. Að framkvæma
þetta svo að öruggt sé, er list.
Á 0000 árum, sumir telja 8000,
liefur maðurinn næstum breytt
þessari list í vísindi. Siglinga-
fræðin i dag er svo nærri því að
vera hrein vísindi, að sterk til-
hneiging er orðin til að gleyma
þvi, að hún hafi nokkurntíma
verið annað. Það er almennt tal-
ið, að til að sigla skipi þurfi að
hafa sjókort, til að ákveða
stefnu og vegalengd, kompás til
að stýra eftir, og einhverja
aðferð til að ákveða hnattstöðu
skipsins, meðan á ferðinni stend-
ur. Þarf að hafa? Orðið þarf,
gefur til kynna hve háður nú-
tíma siglingafræðingur er orð-
inn þeim tækjum, sem honum
eru til boða. Margar af mestu
sjóferðum heimsins, ferðir sem
uppgötvuðu mikið af heiminum,
voru án eins eða fleiri af þeim
siglingatækjum sem þurfti.
Fornsögulegar sjóferðir. ■—
Mannkynssagan greinir frá
nokkrum merkum sjóferðum,
sem þó hafa mismunandi sigl-
ingafræðilegt gildi. Lítið eða
ekkert er vitað um siglinga-
fræðileg afrek elztu fornmanna,
hins veg'ar sýnir safn þekkingar
og siglingatæki, sem notuð hafa
verið á seinni tímum, hvernig
þróunartímabil siglingafræð-
innar á sér sína sögu innan
mannkynssögunnar.
Siglingar fyrir Kristsburð. —
A liðnum öldum hafa verið farn-
ar ýmsar sjóferðir, sem ekki
hafa verið siglingafræðilega
mikilvægar. Raunir Nóa á Örk-
inni hafa lítið siglingafræðilcgt
gildi, að öðru leyti en því, að
hann notaði dúfur, til að finna
land. Má nokkuð marka hina
hægu þróun á því, að nálægt
3300 árum seinna er Hrafna-
flóki á ferðinni, og er hann með
hröfnum sínum ekki kominn