Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 85
ÚR ÞRÓUNARSÖGU SIGLINGAFRÆÐINNAR
75
Frumstæöar þjóðir sigla enn einföldum bátum eftir fljótum og vötnum heim-
kynna sinna.
það bezta sem völ var á, þá.
Faleiro var ennfremur einn af
formælendum þeirrar vafasömu
aðferðar, að ákveða lengd eftir
misvísun.
Þegar Magellan liélt í ferð
sína 1519, var meðal tækja hans
sjókort, pergament til að teikna
sjókort á, meðan á ferðinni stóð,
jarðlíkan, liornamælar fyrir lá-
rétt horn, bæði úr tré og máimi
kvaðrantar til mælinga lóðréttra
horna, gert úr tré og bronsi,
kompásar, segulnálar, stunda-
glös og standglös fyrir mismun-
andi langar tímamælingar, og'
vegamælir, sem dreginn var aft-
an í skipinu.
Af þessu sést að siglingafræð-
ingar sextándu aldarinnar höfðu
grófgerð kort af hinum þekkta
heimi, kompás til að stýra eftir,
tæki til að ákveða breidd sína
með, vegmælir til að ákveða
hraða, ýmsar leiðsögubækur,
skrá yfir stöðu sólar og yfir
siglingatöflur. Stærsta hindrun-
in, sem enn átti eftir að yfir-
stíga i sögu þróunarinnar, var
að finna aðferð, til að ákveða
lengd nákvæmlega.
Átjándu aldar siglingafræðú