Úrval - 01.06.1964, Page 89
Úfí ÞfíÓUNAfíSÖGU SIGLINGAFfíÆÐlNNAfí
79
Astrolab var tæki til að mæla sólarhæðina. Þrjá menn þurfti til að nota þetta
tæki, sem var mjög ónákvæmt.
eigi að komast milli tveggja
staða heldur en að búa til línu-
rit, og þar sem elztu kort, sem
þekkt eru, eru tiltölulega ná-
kvæm og yfir stór svæði, þá
virðist það líkleg röksemd, að
eldri kort hafi verið liöfð til
hliðsjónar af kortagerðarmönn-
um.
Án efa hefur ekki verið not-
uð nein felling við gerð fyrstu
sjókortanna, heldur hafa þau
verið einföid línurit, sem ekki
tóku neitt tillit til lögunar jarð-
arinnlar. Reyndar voru þessi
flötu kort notuð í margar aldir
eftir að felld kort voru búin til,
en kortafelling er sú aðferð,
sem notuð er til að sýna lögun
jarðarinnar á flötu korti. Korta-
fellingaraðferðir eru margar og
hefur hver aðferð sína vissu
eiginleika og notagildi.
Talið er að gnomoniska fell-
ingin hafi veriO gerff af Thales
frá Míletus (640—546 f. Ivrist).
Hann var leiðtogi hinna „sjö
vitru manna“ Grikklands, og
var frumkvöðull griskrar flatar-
málsfræði, stjörnufræði og heim-
speki. Hann var ennfremur sigl-
ingafræðingur og kortagerðar-
maður.
Stærð jarðarinnar, var mæld
þegar á þriðju öld f. Krist af
Erastosthenes. Mæling á stærð
jarðarinnar er fyrsta sögulega
afrekið, sem unnið er i beinu
sambandi við kortagerð. Erast-
osthenes tók eftir því, að á há-
degi um sumarsólstöður lýsti