Úrval - 01.06.1964, Page 92
82
ÚRVAL
Erastosthenes mældi stærð jarðar þeg-
ar á 3. öld fyrir Krist. Hann tók eftir
því, að þegar sól var í hádegisstað,
var ákveðinn brnnnur í Syen upplýst-
ur, en í Alexandríu 500 mílum norðar
kastaði sólarljósið skuggum, er sólin
var í hádegisstað. Hann ályktaði, að
þetta orsakaðist af bogalögun jarðar,
og jörðin hlyti því að vera kúlulaga.
samt gagnlegar fyrir sjófarend-
u r.
Poriolan-felld kort. — Sjó-
farendur frá Venice, Lívornó og
Genúa, sem kepptust um verzl-
unina við Miðjarðarhaf, liljóta
að hafa haft sjókort um og' eft-
ir krossferðir. Eitt sinn voru í
Venice 300 kaupskip og 45 gal-
eiður i flotanum, en 11000
manns töldust vinna að sigling-
um. En að líkindum hefur sam-
keppnin verið of hörð til þess
að skipstjórarnir létu sjókortin
liggja á glámbekk. Að minnsta
kosti eru elztu nothæfu kortin
frá miðöldum gerð af sæfarend-
um frá Katalóníu á Spáni.
Portolankortin voru gerð eft-
ir þekkingu, sem sæfarendum á-
vannst i siglingum um Miðjarð-
arhaf: Stefna og vegalengd
milli útnesja var beinagrindin i
þessum kortum, en landið á
milli var fellt inn i eftir land-
mælingum. Eftir að kompásinn
komst í not, urðu þessi kort
furðu nákvæm. Til dæmis sýndu
sum fjarlægðina milli Gíbraltar
og Beirut sem 3000 portolan-
milur, eða 40,5 lengdarmínútur,
en réttur lengdarmunur er 40,8
lengdarmínútur.
Sérkenni portolankortanna
voru stjörnur af beinum línum,
þannig að kortið var allt strik-
að af beinum linum, sem skár-
ust sitt á hvað. Seinna meir
höfðu portolankortin rose dei
venti þ. e. vindrós, sem var und-
anfari kompásrósarinnar. Þessi
kort höfðu mælikvarða, og gerðu
grein fyrir helztu hættum fyrir
sjófarendur og hafnsögumenn.
Kortin voru ekki með lengdar-
eða breiddarbaugum, en nútíma
flóa- og hafnarkort má upphaf-
lega rekja til þeirra.
Padron fíeal. — Sú vaxandi
venja að safna þekkingu til
kortagerðar, komst á fastan
kjöl með Padron Real. Þetta var
einskonar aðalkort, sem eftir
1508 var viðhaldið af Casa de