Úrval - 01.06.1964, Side 93
ÚR ÞRÓUNARSÖGU SIGLINGAFRÆÐINNAR
83
Contratacion í Sevilla. Ætlast
var til, að í því væru allar upp-
lýsingar, sem til væru um jörð-
ina, og var það byggt upp af
gögnum sem sjófarendur komu
með úr landfundaferðum. Eft-
ir þessu korti voru kortin gerð,
sem landkönnuðirnir treystu
mest á.
16. öldin er öld landfundanna
miklu samfara hraðri þróun i
kortagerð. Árið 1515 teiknaði
Leonarda da Vinci sitt fræga
lieimskort. 1569 gefur Mercator
út heimskort sitt eftir aðferð
sem síðan hefur verið við hann
kennd, en það er i fyrsta skipti
tekið tillit til lögunar jarðarinn-
ar á flötu korti. Mercator tókst
þó ekki að fullkomna aðferð
sína, en stærðfræðingurinn Ed-
ward Wright fullsannaði mögu-
leika hennar með rökum stærð-
fræðinnar, sem standa óhögguð
og eru notuð enn þann dag í
dag. 1599 kom út bók Wrights
um MercatorfeHinguna og stærð-
fræði hennar. Kortagerðin er þá
orðin vísindagrein byggð ástærð-
fræðilegum grundvelli og líkur
þar forsögulegri þróun korta-
gerðarinnar.
íslandskort. — Sjókortið skip-
ar mikið merkari sess í sögu
íslands heldur en almennt er
ljóst. í fyrsta lagi vitnar sjó-
kortið um hið forna islenzka
heimsveldi. Elztu nothæf sjó-
kort af íslandi eru frá því um
1750, en á mörgum þeirra korta
er einnig mynd af Grænlandi.
Eitt hið merkasta þeirra korta
er að finna í bók trúboðans
Hans Egede, sem út kom 1741.
Á mynd þeirri, sem þar er af
Grænlandi eru að líkindum fleiri
íslenzk staðarnöfn, heldur en á
nokkru öðru grænlandskorti.
Kort þetta er því hin merkasta
heimild um víkingaferðir, landa-
fundi og' landnám íslenzkra
manna til forna, er víkingar
lögðu undir sig höf og heims-
álfur án þess að raska mjög við
heimsveldastefnu annarra þjóða.
í öðru lagi er sjálfstæðisbar-
átta íslands skráð á sjókortið.
Þar skipar sjókortið æðsta sess
í sögu hins unga lýðveldis. Á
sjókortið er og' verður skráð
barátta lýðveldisins fyrir land-
helginni. í dag brjóta færri sjó-
mílur af landhelgi íslands fleiri
hlekki úr fjötrum heimsveldis-
sinna, heldur en gerðist við
landafundi til forna.
Ef yztu útverðir liins íslenzka
lýðveldis, þeir sem standa vörð
um landhelgina eru búnir sömu
skaphöfn og forfeður þeirra
þurftu til landafunda að fornu,
má líklegt telja, að á Islandi
muni búa frjáls þjóð um ókomna
tíma.
íslendingar skulu virða sjó-
kortið.