Úrval - 01.06.1964, Síða 96
86
ÚRVAL
í skjaladeild rannsóknarstofu ríkis-
rannsóknarlögreglunnar í Washington
eru tælcnifræðingar að útbúa risa-
vaxna stækkun af fjárkúgunarbréfi,
sem sýna á í réttarsalnum.
eru frá því 1282.
Nú ern vatnsmerkin sett á
pappírsörkina vota, þrýst á hana
me<5 valsi, sem gerður er úr vír-
neti og vafinn grisju og vatns-
merkisstimpillinn festur á. Þeg-
ar hann þrýstist á vota örkina,
þynntist þar trefjahlaupið, svo
að merkið kemur fram.
Sagnfræðilegar upplýsingar
geta oft reynzt mjög svo mikil-
vægar.
„Morte d’Arthur“ eftir brezka
lárviðarskáldiS Tennyson, út-
gáfan 1892, þótti fágætur dýr-
gripur, og var mikið eftir henni
sótzt af söfnurum. Fyrir nokkr-
um árum bar svo við, að hún
varð fáanlegri en búast mátti
við. Þegar nokkur af þeim ein-
tökum voru athuguð í smásjá,
komu í ljós grastrefjar i papp-
írnum. Það sannaði, að þessi
eintök höfðu verið prentuð á
pappír, sem ekki þekktist fyrr
en tíu árum eftir að bókin var
gefin út.
Þegar slíkt er rannsakað, getur
aldursákvörðun pappírsins oft
skorið úr. Sérfræðingurinn beit-
ir öllum tiltækilegum tækniað-
ferðuin við meðhöndlun og á-
kvörðun í viðfangsefni sínu,
þvi að margt getur villt um. Að
sjálfsögðu er það ekki pappír-
inn einn, sem skorið getur úr
um það, hvort forn skjöl séu
ófölsuð eða ekki.
EFNABLÖXDUR BREYTA
LITUM
Þegar komizt skal að raun um,
úr hvaða efni pappir sé gerður,
verður oft og tíðum ekki fyrir
það girt — nema þegar eingöngu
er um að ræða sjónarathugun
á yfirborði pappírsins — að
taka verði sýnishorn af viðfangs-
efninu, sem skemmist eða eyði-
leggst við rannsóknina.
Sé notuð efnaprófun — efna-
blöndur, sem ákvarða önnur
efni eða ákveða magn þeirra —
taka vissar trefjategundir á sig
sérstakan lit.
Aðrar prófanir má gera, en
þó því aðeins, að nægt magn
þess, er rannsaka skal, sé fyrir
hendi. Þetta á einkum við, ef
ákveða skal, livort viss stein-