Úrval - 01.06.1964, Síða 98
88
ÚRVAL
tækjum, eða núa pappírnum við
óhreint gólf, eða bera á hann
ryk. Slík „ellimörk“ verða þó
fljótlega greind með smásjá;
skemmdirnar á trefjunum og ó-
hreinindin, sem í þær hafa setzt,
leyna sér ekki.
Þá eru fölsuð vatnsmerki sett
á pappírinn. Einfaldasta og
venjulegasta aðferðin er að eftir-
líkja vatnsmerkinu, með þvi að
þrýsta eða bera einhverja oliu
á pappírinn, annaðhvort með
hendinni eða einhverjum tækj-
um, og getur það hæglega blekkt
augað.
En leiki einhver vafi á um
uppruna vatnsmerkisins, þarf
ekki annað en að væta pappír-
inn með ether, til þess að það
hverfi, ef það hefur verið fals-
að með olíu. Megi hins vegar
ekki snerta pappirinn, einhverra
hluta vegna, má nota útfjólu-
blátt ljós til þess að skera úr
uin uppruna merkisins.
Þáttur bleksins i gerð fornra
skjala er vel kunnur. Kolblek-
ið er sennilega elzt. Til dæmis
segir áletrun 5000 ára gamallar
egypzkrar krukku til um það,
að hún hafi verið notuð til að
geyma í henni kolblek.
SÓT AF POTTUM
Sérfræðingur einn telur, að í
fornöld hafi sót af suðupottum
verið notað til blekgerðar. Það
hefur sannazt, að kolbleksskrift
lielzt svo að segja von úr viti.
Einhvern tíma á fyrstu öld
eftir Krist var farið að gera blek
úr járnefnum og galleplum. Blek
það, sem notað var á valdatímum
Rómverja, var blandað úr
brennisteinsjárnefnum, hnotu-
galli og gúmkvoðu.
Snemma á 18. öld, eða uin
miðbik hennar, var viðarkol
þekkt sem litargjafi í þannig
blandað blek. Öld síðar voru
viðarkol ásamt pottösku, en án
járnefna, notað til blekgerðar.
Blek með öðrum lit en svört-
um var og snemma notað. Forn-
Egyptar notuðu rautt „okkur“
til bleklitunar, Rómverjar rauð
og græn litarefni. Anilinlitur
var fyrst notaður í blek árið
1856. Það var rauðblátt. Aniline-
blátt blek kom til sögunnar 1861.
Hið svokallaða „fyllingablek“
sem notað er í kúlupenna, er
í rauninni litarefni, blandað
þykkt í einhver lög, venjulega
þerriolíu. Áður vildi blek þetta
oft „smyrjast út“, jafnvel góðri
stundu eftir að það var komið
á pappírinn. Nú eru á markaðn-
um nokkrar tegundir fyllinga-
bleks, sem þornar gersamlega um
leið og það kemur úr pennan-
um. Þessi blekgerð, ásamt kúiu-
pennanum sjálfum, hefur komið
fölsurunum í góðar þarfir. Þeir
hafa að minnsta kosti verið