Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 101
UPPLJÓSTRUN SKJ ALAFÖLSUN AR MEÐ ....
91
antsskrift, en útilokað er það
ekki. Við blýantinn sjálfan er
fátt sérkennilegt. Hann er nú
venjulega gerður úr graphit,
blönduðu leir, var áður gerður
úr graphit eingöngu, og enn
áður úr blýblöndu, og kom fyrst
til sögunnar á 16. öld.
Það er helzt, að blýanturinn
komi til greina sem fölsunar-
tælti i sambandi við breytingar
á upprunanlegum skjölum.
Þegar grunur leikur á um þess
háttar fölsun, er pappírinn fyrst
skoðaður berum augum, ef ein-
hver merki um útstrokun kynnu
að sjást. Oft er honum þá haldið
upp að sterku ljósi, en hafi
skriftin verið brottu máð með
einhverjum efnablöndum, þarf
nákvæmari rannsóknar við. Oft
nægir þó stækkunargler til að
uppgötva þær aðgerðir, einkum
ef um vandaðan pappír er að
ræða, eða þá að notuð er smá-
sjá.
Sé um þá fölsunaraðferð að
ræða, hefur blekið verið bleikt
með vissum efnum, unz skrift-
in hvarf auganu. Menjar um
skriftina sitja þó eftir, eins og
kemur i Ijós við útfjólubláa
myndatöku, þar sem beitt er
þeirri tækni, sem með þarf, varð-
andi myndþynnu og ljóssíur.
Hvort heldur sem blekskrift
hefur verið strokin út eða máð
á brott með efnablöndum, er
Tæknifræðingur í rannsóknarstofunni
ber bréfiö saman við skrifblokkarblað,
sem rifið hefur verið af, og reynir
þannig að sannprófa líkurnar fyrir
sekt.
unnt að kalla hana aftur fram,
með því að blása yfir plaggið
vissri efnablöndu, sem sakar
það ekki að neinu leyti. Kemur
þá skriftin óðara aftur i ljós.
Sérfræðingur á þessu sviði
kemst þannig að orði um það,
er blýantsskrift hefur verið
strokin út: “ ... þó að merk'i
um skriftina séu ekki sjáanleg
eftir, er ekki vist, að hún liafi
verið algerlega þurrkuð út...
eitthvað getur setið eftir i trefj-
unum, sem skaddazt hafa við
storknunina, ellegar innhlið
þeirra hefur tætzt upp, og getur
þá farið svo, að trefjarnar rétti
sig smám saman, og kemur þá
skriftin aftur fram, þó að dauf
sé .. . “
Jafnvel þó að útstrokunin
virðist hafa tekizt fullkomlega,