Úrval - 01.06.1964, Síða 102
92
ÚRVAL
geta örsmá graphitkorn setið
eftir inni í pappírnum, og koma
þau fram við útfjólublátt Ijós.
Það kemur sjaldan fyrir, að
blekskrift sé strokin út, vegna
þess hve auðvelt er að afla sér
hleikjandi efnablöndu. Sé blek-
ið máð þannig á brott, sér leik-
maður þess að minnsta kosti
engin merki.
Þá er l>að enn eitt afbrigði
fölsunar, að skjölum sé beitt
þannig', að skrift er bætt inn á
þau. Fyrsta skrefið til að kom-
ast að slíkri fölsun, er fólgið í
því að skoða allt útlit viðkom-
andi skjals nákvæmlega.
TJtlit hvers skjals er í sjálfu
sér alltaf þýðingarmikið skoðun-
aratriði, þegar komizt skal að
raun um, hvort þar geti verið
um fölsun að ræða — fyrirkomu-
lag skriftarinnar, bæði orða og
cinstakra stafa, verður að at-
huga vandlega. Venjulega næg-
ir smásjárskoðun til að skera
úr um, hvort grunur um föls-
un hafi við nokkur rök að styðj-
ast.
Það kom eitt sinn fyrir, að
skrifaða bókstafnum „o“ hafði
verið breytt i „a“, með því að
bæta við hann krókstriki, en
þessi stafabreyting gerbreytti
svo meiningu málsins. Þetta
sannaðist við smásjárljósmynd-
un, sem leiddi i ljós, að öðru-
vísi var tii krókstriksins dregið,
og einnig annað blek hafði ver-
ið notað, en hvorugt var greinani
legt með berum augum.
TÍMAÁKVÖfíÐUN GETUfí VAfíT
SKAKKAÐ UM VIKU
Með samanburðarsýnishornum
af blekskrift má ákveða aldur
skriftar, og svo nákvæmlega,
sé um tiltölulega ný skjöl að
ræða, að varla getur skakkað
um viku.
Eitt af þvi, sem greinilegast
gefur til kynna skriftarfölsun,
er það, hvernig brot í pappírinn
tekur pennadrættinum. Sé um
upprunalega skrift að ræða, er
hún eins i brotinu og annarsstað-
ar, en annars kemur það i Ijós
við smásjárskoðun, að trefjarn-
ar sem hrostið hafa við brotið,
Kveðjuljréf sjálfsmorSingja er hægt
að lesa með hjálp „innrauðrar“ mynd-
ar (til vinstri), þótt ógerlegt sé að
lesa sjálft bréfið, sem bleki hefur
verið hellt yfir.