Úrval - 01.06.1964, Side 105
UPPLJÓSTRUN SKJALAFÖLSUNAR MEÐ ....
95
sem að mestu leyti standa a<5 rit-
vélaframleiðslunni, og þó að af-
brigðin séu mörg, er bygging
þeirra í aðalatriðum söm og áð-
ur.
Víða i borgum og löndum lief-
ur lögreglan í fórum sínum sýn-
ishorn af stafgerð hinna ýmsu
ritvélategunda. Það hefur komið
á daginn við rannsókn á slíkum
sýnishornum, að enda þótt staf-
ir tveggja ritvéla af sömu gerð
séu aldrei nákvæmlega eins, þá
eru sameiginleg einkenni svo
mörg og greinileg, að úr sker
um tegundirnar.
Þegar um rannsókn er að
ræða, beinist athyglin fyrst og
fremst að millibilum og gerð
tölustafa. Bilin eru mæld, en
tölustafirnir eru afbrigðilegir,
ekki einungis eftir framleiðend-
um heldur og eftir mismunandi
árgerð frá sömu verksmiðju.
Við þá rannsókn eru notuð
nákvæm mælitæki, stækkunar-
gler og smásjár. Er athugaður
bæði halli einstakra stafa, auk
gerðarinnar, svo og áslagsmis-
munur — t. d. hvort áslag staf-
anna er harðara vinstra megin
eða hægra megin á borði rit-
vélarinnar, í neðstu stafaröð
þess eða efstu.
ÓHREININDI Á STÖFUM
Eigi að fá úr því skorið, hvort
visst skjal eða bréf sé skrifað
Tæknifræðingur notar handlinsu til
þess að rannsaka sýnishorn af vél-
rituðu efni. Ritvélar hafa hver um
sig sín sérkenni, sem sérfræðingur á
auðvelt með að greina. Ríkisrannsókn-
arlögreglan hefur sýnishornasafn af
leturborðum ýmissa ritvélaframleið-
enda.
í vissri ritvél, má komast að
raun um það með þvi að athuga
slit stafanna, hvort þeir eru
skaddaðir eða um einlivern galla
á þeim sé að ræða; stillingu
ritvélaborðans, óhreinindi i stöf-
unum og margt annað kemur
þar einnig til greina. Slíkir gall-
ar á notuðum vélum eru oft
margir og bersýnilcgir.
Því er haldið fram, að mögu-
leikarnir á því, að tvær ritvél-
ar sömu árgerðar og tegundar,
séu nákvæmlega eins, megi teljast
1 á móti þrem trilljónum. Kann-
ski má um þá fullyrðingu deila,
en hitt er víst, að það má kall-
ast algerlega útilokað, að tvær
ritvélar vinni nákvæmlega eins.