Úrval - 01.06.1964, Page 107
UPPLJÓSTRTJN SKJALAFÖLSUNAR MEÐ ....
97
aða seðil. Því er fölsuðum seðl-
um venjulega komið í umferð,
þegar annríki er sem mest. Þeir,
sem hafa það að sérstöku starfi
að athuga peningaseðla, láta
yfirleitt ekki blekkjast.
SNJALUR FALSARAR
Þannig verða falsanir að hafa
marga eiginleika, sem erfitt er
að likja eftir, eigi þær að blekkja
sérfræðing — sérstaka pappírs-
gerð, vatnsmerki, liti og annað
þess háttar.
Það er mun fátíðara, að frí-
merki séu fölsuð en hitt, að reynt
sé að tvínota þau, með þvi að
strjúka af þeim merki póst-
stimpilsins, og má oft uppgötva
slíkt með stækkunargleri. Vá
tryggingarmerki og önnur stimp-
ilmerki með handritaðri dag-
setningu eru oft fölsuð á þann
hátt, að skrifblekið er bleikt út
með efnablöndum, svo að liægt
sé að nota þau aftur. Liturinn
á þessum merkjum er1 þó oftast
svo viðkvæmur, að hann gerir
slíkum fölsurum erfitt um vik.
Og þó að fölsunin takizt eins
og' bezt verður, stenzt hún samt
aldrei nákvæma athugun.
Einn er sá frímerkjafalsari,
sem reynzt hefur öðrum fölsur-
um snjallari, enda orðið sú föls-
un gróðavegur. Þetta er mynd-
grafari, sem gert hefur hinar
vönduðustu falsanir af ágætum
frímerkjategundum, en prentað
„Fölsun“ skýrum stöfum á bak-
lilið þeirra, en safnarar i öllum
löndum kaupa þessi fölsuðu
merki háu verði.
ÞRÁÐLAUSIR HLJÓÐNEMAR VEITA ALGERT HREYFINGA-
FRELSI.
Framleiddir hafa nú verið þráðlausir hljóðnemar fyrir fyrir-
lesara, sem vilja labba um í fyrirlestrarsalnum, á meðan þeir tala.
Það er sem sagt ekki um neina leiðslu að ræða líkt og í venju-
legum hljóðnemum, og ekki þarf að tengja hann við hátalarann.
Þannig fær fyrirlesarinn geysilega aukið hreyfingfrelsi. Við hljóð-
nemann er aðeins tengdur mjög stuttur vír, sem festur er við
lítið tæki, sem fyrirlesarinn ber í vasanum. Er þar um að
ræða litla rafhlöðu og örlitið útvarpssenditæki.
Virar, sem festir eru með fram veggjum fyrirlestrarsalarins,
eru nokkurs konar loftnet. Þeir taka við hinu talaða orði og
endurvarpa þvi í gegnum venjulegt hátalarakerfi.
Scince Horizons.