Úrval - 01.06.1964, Page 109
ÉG FÉKK SLAG OG NÁfíl MÉR AFTUR
99
bólgnar eftir högg á munninn.
Konan mín, sem var nú glaS-
vöknuð, hringdi í lækninn okkar.
Þegar hann kom, eftir um það
bil klukkutíma, var hægri hand-
leggur og liönd orðin gersam-
lega máttlaus, og ég gat aðeins
örlítið tifað tánum á hægra
fæti. Við þreytuna bættist svo
ákafur kvíði — ekki fyrir neinu
sérstöku, aðeins einhver skelfi-
leg óhægð.
Ég hafði fengið slag — þriðja
algengasta dánarorsök þjóðar-
innar, næst á eftir hjartabilun
og krabbameini. Úr slagi deyja
200 000 manns árlega i 'Banda-
rikjunum einum, og hálf milljón
manns í viðbót lamast varanlega.
Meira en 1800 000 sjúklingar,
sem fengið hafa slag, dvelja í
bandarískum sjúkrahúsum,
hjúkrunarheimilunv og öðrum
stofnunum og einnig undir lækn-
ishendi á heimilum sínum.
Ég var heppinn að fá ekki
slagið fyrr en þetta. Fyrir að-
eins 10—12 árum hefði naumast
verið annað framundan fyrir
mér en varanleg örorka og vin-
sarnleg orð. í dag er mikið hægt
að gera. Ég er nú á góðum vegi
að ná mér eftir slagið, og eru
þó aðeins 8 mánuðir siðan ég
fékk það. Ég vinn fulla vinnu,
tala áreynslulaust, geng sama
sem óhaltur, og hef fengið um
það bil % af fullum mætti i
handlegg og fót.
Þangað til ég fékk það sjálfur,
hafði ég, eins og flestir, haldið
að það væri mest megnis rosk-
ið fólk, sem yrði fyrir þessu.
Ég er aðeins 45 ára að aldri, og
nú veit ég, að það er algengt
á þeinr aldri. Sannleikurinn er
sá, að á aldrinum 35—44 ára,
er slag fjórða algengasta dánar-
orsökin (á eftir krabba, hjarta-
sjúkdómum og slysum). Hár
blóðþrýstingur, sern svo oft er
kennt um, kemur þar raunveru-
lega lítið við sögu. Af nokkur
hundruð slagasjúklingum, sem
rannsakaðir voru í Læknamið-
stöð Bellevueháskólans í New
York, voru aðeins 3%%, sem
ætla mátti að hefðu fengið slag
af snöggri geðshræringu. Meira
en fjórfalt fleiri húsmæður en
fagmenn voru i þessum lróp.
Orðið „slag“ (stroke) hefur
enga nákvæma merkingu. Það
gefur aðeins nokkra bendingu
um þau einkenni, sem leiða af
því, ef eitthvað óhapp hendir
í heilaæðunum — ef blóðrásin
til heilans eða i heilanum stöðv-
ast af blæðingu, eða þrengslum
í kalkaðri æð eða af blóðtappa.
Ef blóðrásin (sem flytur heila-
vefnum lifsnauðsynlegt súrefni)
stöðvast, þótt ekki sé nema ör-
fáar mínútur, nægir það til
að deyða viðkomandi heiavef,
og stöðva þau störf, sem hann