Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 110
100
ÚRVAL
stjórnar — hreyfing á fæti eSa
hendi, tal og minni. Sé skemmd-
in vinstra megin í heilanum,
verður lömunin hægra megin á
líkamanum og öfugt. Hve mikil
brögð eru að lömuninni er und-
ir þvi komið, hvar i heilanum
skemmdin hefur orðið og hve
viðtæk hún er. Talfærunum er
stjórnað frá heilavefsbletti á
stærð við tieyring, sem nefnd-
ur er .Brókablettur. Sé skemmd-
in á blettinum aðeins smávægi-
leg, verður talið aðeins iítils
háttar ógreinilegt og liverfur
venjulega á nokkrum dögum,
eins og var með mig.
Ég var fluttur í sjúkrabíl til
Northern Westchester sjúkra-
hússins í New York, og þar kom-
ust séríræðingarnir að þessari
niðurstöðu: vegna hins háa
blóðþrýstings, sem ég hafði haft
árum saman, hafði veiklaður
blettur á slagæð í heilanum
brostið og þar komið blæðing.
Þar sem ég missti meðvitund
og máifæri mitt bafði ekki sak-
að alvarlega, enda þótt það væri
ofurlítið óskýrt, ályktuðu lækn-
arnir að blæðing'in hefði ekki
verið sfórvægileg, og að náttúr-
an sjálf hefði þegar tekið til
við að bæta gatið1 á æðinni. Að
þessu studdi einnig að ekkert
blóð fannst í mænuvökvanum.
Það eru aðeins fá ár síðan
að læknar héldu almennt, að
slag orsakaðist alltaf, eins og í
mínu tilviki, af því að æðar
sködduðust i sjálfum lieilanum.
En skömmu eftir 1950 gerði
dr. C. Miller Fisher við lækna-
deildina i Harvardháskóla, at-
huganir við 432 líkskurði á
sjúkrahúsum, og komst að þeirri
niðurstöðu, að á um það bil
10% hinna látnu hefðu verið
svo mikil þrengsli eða blóðstork-
ur í annari eða báðum stóru
hálsæðunum (carotisslagæðun-
um, sem liggja til höfuðsins og
heilans), að það hefði valdið
næringarskorti í sumum heila-
vefjum. Þetta benti til þess, að
slag orsakaðist oft af áður ó-
kunnum stíflum í einni eða fleiri
af þeim fjórum hálsslagæðum,
sem flytja blóð til heilans. Það
var fljótlega gengið úr skugga
um að þvi var ekki til að dreifa
með mig, því að athuganir
sýndu, að blóðþrýstingurinn í
hálsslagæðum minum var eðli-
legur. Nú á dögum er verið að
fullkomna miklar og vandasam-
ar skurðaðgerðir við slíkum
göllum á hálsslagæðunum.
Skömmu eftir að dr. Fisher
sýndi fram á, að orsökina að
slaginu er ekki alltaf að finna
í sjálfum heilanum, endurbættu
vísindamenn skaðlaust litarefni,
sem er ógag'nsætt fyrir Röntgen-
geislum og spýta má inn i æða-
kerfið. Með því að nota hrað-